Skírnir - 01.01.1951, Side 107
Skírnir
Lénarður og Eysteinn í Mörk
101
nærri geta, hvort fulltrúi konungs hefur haft minna rétt.
Hver eftirmál urðu þá eftir Lénarð?
Því er fljótsvarað. Þess sjást engin merki, að vígsmál hans
hafi verið tekið upp. Frá þessum tíma eru til margir dómar,
en enginn stafur um mál Lénarðs. Vér sjáum, að Þorvarður
lögmaður nefnir ótilkvaddur dóm um víg Hans Etins, er
hafði setið um líf banamanns síns, en hann var „hirðstjór-
ans mann og míns herra kóngsins“. Það var alvarlegt mál
að taka af lífi fulltrúa konungs, óhótamál. Lénarður var að
vísu „stórbrotamaður“ í augum þeirra, sem drápu hann.
En konungur hlaut að líta meir á hitt, að fógetinn var, í
fjarveru hirðstjóra, umhoðsmaður konungsvaldsins, og að
minnsta kosti hlaut hann að krefjast þess, að sannaðar væru
fyrir sér þær sakir, er gerðu Lénarð að ólífismanni, en þótt
sannað væri, að þær væru æmar, þá var þó eftir sú sök
vegandanna, að þeir hrutu á honum landslög, er dómur var
ekki nefndur til þess að dæma mál hans. Jón Espólín skilur
þetta auðvitað og reynir að skýra það fyrir sér: „en Islend-
ingar vom þá í þann tíma allsjálfráðir fyrir Dönum“. En þó
að þetta megi til sanns vegar færa, þá hlaut málið að horfa
öðm visi við þeim, er verkið frömdu, og þeim, er laganna
áttu að gæta, og þeir gátu gengið að því vísu, að hart yrði
eftir gengið af hálfu konungs. Þetta var einmitt rétt eftir
uppreisn bænda í Þéttmerski og sænskrar alþýðu undir for-
ustu Stens Sture gegn Hans konungi, og enda þótt konungur
væri vant við kominn, þá mundi hann ekki hafa látið þá
fregn sem vind um eyru þjóta, að Islendingar væm nú líka
famir að drepa konungsfógeta. Torfi í Klofa átti að gæta
laga í Ámessþingi, og var sök hans því tvöföld gagnvart kon-
ungi. Það var því alveg óhjákvæmilegt, að hann léti nefna
dóm, léti fram koma vitni um illvirki Lénarðs og dæma
hann óhelgan og búa að öðm leyti svo um hnútana sem
auðið væri, eins og komið var. Loks mundi lögmanni hafa
verið skylt að láta ganga dóm um málið í lögréttu. En allt
þetta hefðu verið óvenjuleg tíðindi og minnisstæð, vitnis-
burðirnir hefðu verið vandlega varðveittir og dómamir, og