Skírnir - 01.01.1951, Qupperneq 109
Skírnir
Lénarður og Eysteinn í Mörk
103
tekur í sama streng. Hvergi er getið um fylgismenn Lénarðs,
annað en það, að Eysteinn Brandsson varði dyrnar á Hrauni.
Ekki hefur Lénarður tekið undir sig höfuðból við annan
mann, þótt sá væri röskur, og haft í frammi ránskap, við
þann vopnabúnað, sem þá var enn meðal almennings hér á
landi. En tilgangslaust er að leiða getum að því, hvort verið
hafi erlendir menn eða hversu fjölmennir.
II.
Eysteinn Brandsson var 18 vetra, segir séra Jón Egilsson,
þegar hann varði Lénarð. Menn myndu tæplega vænta þess,
að af honum yrði meiri saga, þar sem slik varð hans fyrsta
ganga. En hann kemur við skjöl, og hans er enn getið tvisv-
ar í Biskupaannálum.
Árið 1510 kom upp eldur í Heklu. Séra Jón segir svo:
„Þá var séra Einar, afi minn, 13 ára piltur í Skálholti, en
þá var biskup Stefán. Sagði séra Einar mér, að svo mikill
jarðskjálfti og dynkur hefði komið, að þeir hugðu, að allur
staðurinn mundi hrapa í einu; þeir voru að borðum, og
hljóp hver maður út, svo voru þeir hræddir, og ekki einn
tók sinn hnif burt af borði, og nálega trað hver annan und-
ir, og lágu eftir fjórir af þeim. En sem þeir komu út á hlað-
ið, þá var allt loftið glóanda að sjá, sem það væri í einum
loga, af eldsfluginu og glóandi steinum. Þrjá sagði hann
komið hafa í Vörðufell, nær Helgastöðum, og einn maður
hafi rotazt fyrir karldyrunum í Skálholti af þessum steina-
gangi, en víða í Holtum höfðu þeir komið, og suður um
Rangárvelli, og til Odda komu einnig þrír steinar. Austur á
Landi skeði það svo, að sá maður bjó í Mörk, er Eysteinn
hét; hann flúði í þessum eldsgangi með konu sína og maður
með honum. Maðurinn drapst í flóttanum, en hann kom
konunni undir einn stóran melbakka og breiddi yfir hana
föt og þófa, en hann komst sjálfur með harðfengni til bæja,
en þó mjög barinn og stirður.“
I þriðja sinn kemur Eysteinn við sögu í deilum ögmund-
ar og Jóns Arasonar biskupa. Segir svo í Biskupaannálum: