Skírnir - 01.01.1951, Page 110
104
Pétur Sigurðsson
Skírnir
„Eitt eður tvö ár þar fyxir (þ. e. fyrir árið 1527) eður lengur
var hugmóður og óvinátta með biskup Jóni og honum (þ. e.
Ögmundi); efni þar til man ég ekki. Þar heituðust hvorir
við aðra að finnast á þingi; skyldaði biskup hvern prest og
bændur að fjölmenna sem mest, og svo skyldi hver höfðingi
halda kost sínum selskap, og finnast allir hæði í Skálholti,
við Brúará og út á Heiði, áður en þeir riðu á þing. Þeir
riðu þá í flokkum heim, en svo varð mikill hitinn af manna
mergð og hestum, að reykinn lagði af þeim langt í loft, en
dytti nokkur af baki, lá hann þar eftir svo nær sem dauður.
Og sem allir voru til þings komnir, þá var biskup að norðan
kominn með níu hundruð, en hinn að sunnan með þrettán
hundruð. Góðir menn áttu þá hlut í með þeim og sættu þá,
og skyldi sinn mann fá til hvor þeirra, og þeir tveir skyldu
ganga á hólm í öxará og berjast. Fékk biskup Jón til Atla
nokkum, en biskup ögmundur Eystein Brandsson; það er
sá, sem var með Lénarði, þá Torfi lét drepa hann á Hrauni,
og sá sem að flúði með konu sína fyrir eldganginum í Heklu.
Þeir börðust lengi, og vann hvorki, fyrr en Eysteinn tók
það ráð, að hann barði hanzkana að höndum honum og
hjó sig undir hann og felldi hann til jarðar, því Eysteinn
var rammur að afli; með það var það endað. Þetta skeði
þann 1. dag julii anno 1527 eða þar um.“ Síðan segir, að
daginn eftir brann kirkjan í Skálholti. „En þá allt var
bmnnið til kaldra kola, þá kom svo mikil helliskúr, að læk-
irnir mnnu um vellina, og sú skúr slökkti allan eldinn nið-
ur. Það sagði séra Einar mér, að þá hefði hann verið í
ferð með séra Þórði Ölafssyni í Görðum á Álftanesi, af því
afi minn bjó þá í Laugamesi, en þá þeir ætluðu að ríða,
þá kom þessi skúr á. Þeir biðu hana af sér, en hún var
ekki lengur yfir en það ein hálftunna hún var dmkkin út
af þrjátíu mönnum, og stóð aldrei á henni haninn. Um
kveldið reið almennt af þingi, en þá biskupinn hann kom
austur að Gjábakkatúni, þá kom presturinn heiman að úr
Skálholti og sagði honum, hver tíðindi þá hefðu orðið í
kirkjubmnanum."
Það er kunnugt, að mikill fjandskapur var með biskupum