Skírnir - 01.01.1951, Síða 111
Skírnir
Lénarður og Eysteinn í Mörk
105
í nokkur ár. Til er eftirrit af bréfi, gerðu á Húsafelli árið
1527, og í því bréfi lýsa biskupar yfir, að þeir hafi á alþingi
það ár „mörgxnn dandimönnum nærverundum" gert með sér
„almennilega sátt“, „að niðurslegnum öllum hugmóð og mis-
þykkju, sem þar til hafði á millum okkar komið“. En frá-
sögnin um hinn gífurlega liðsafnað og einvígið í öxarár-
hólma styðst ekki við neina samtímaheimild, og eru Biskupa-
annálar fnnnheimild um þá atburði. Hefur stnnum sagnfræð-
ingum þótt sú frásögn ýkjum blandin og sagan um einvígið
harla tortryggileg. Páli Eggert Ölasyni farast svo orð í Sögu
fslendinga, 4. bindi: „Sagan um einvígið virðist vera ómeng-
uð þjóðsaga, uppspuni frá rótum, eða eins og gripin út úr
riddarasögu. Slíkan barnaskap myndi eigi hafa mátt ætla
fullvita mönnum á þessum tímum, að leggja stórfelld deilu-
mál á slíka vogarskál, sem úrslit einvígis hlutu að vera.“
Guðbrandur Jónsson segir í Herra Jóni Arasyni, að frásögn-
in láti „ekki beinlínis trúlega í eyrum“, enda hefði kirkjan
fyrir löngu harðbannað slíka Guðs dóma. Síðan segir hann:
„Þótt frásaga síra Jóns Egilssonar sé því með hinum mestu
ólíkindum, er hann samt svo nálægt atburðum þeim, er hann
segir frá, að naumast er hægt að vísa henni algjörlega á
bug, nema með mjög ríkum rökum.“
Séra Einar Ólafsson var þrítugur, þegar þetta gerðist. Frá-
sögnin sýnir, að honum stendur allt ljóslifandi fyrir hug-
skotssjónum, þegar hann er að segja sonarsyni sinum frá
þessum minnistæðu atburðum. Engin nauðsyn er að gruna
það, að séra Einar hafi þá verið orðinn elliær, enda hefði
það ekki dulizt séra Jóni. Hann var kominn á fertugsaldur,
þegar afi hans andaðist 83 ára gamall, og hafði níu árum
áður tekið við brauðinu af honum. Séra Einar man þetta
einmitt glöggt, liðsafnaðinn, reiðina á Þingvöll, mökkinn upp
af sveittum hestunum í sumarblíðunni, mannmergðina á
þingi, hellidembuna, sem slökkti í kirkjurústunum í Skál-
holti og setti allt á flot á Völlunum, en stóð þó ekki lengur
en svo, að upp stytti, þegar þrjátíu þyrstir Innnesjamerm
höfðu lokið úr hálftunnu, „og stóð aldrei á henni haninn“.
Oddur biskup Einarsson var einn fróðasti maður um sína