Skírnir - 01.01.1951, Page 114
108
Pétur Sigurðsson
Skírnir
Torfa í góðar þarfir. Mætti hugsa sér, að Torfa hefði þótt
óþarfi, að Eysteinn, er hann var genginn honum á hönd,
beygði kné fyrir Stefáni biskupi, en þegar Torfi var fall-
inn frá, var fokið í það skjólið fyrir Eysteini. Hefur svo
málið Eysteins verið tekið með, er þau biskup og Helga Guðna-
dóttir sættust, og hún goldið fyrir hann.
Eysteinn hjó í Mörk á Landi, þá er Hekla gaus. Síðar
virðist hann vera orðinn fylgdarmaður Klofafólks, og má
þó vel hafa setið að búi sínu jafnframt. Hinn 28. marz 1524
er hann staddur í Skálholti í för með Eiríki sýslumanni Torfa-
syni í Klofa og er, ásamt tveim mönniun öðrum, vitnismaður
að jarðaskiptabréfi sýslumanns og ögmundar biskups. Tíu
árum síðar er hann á Eyrarbakka, 23. apríl 1534, og gem-
ingsvottur, er ögmundur biskup hefur allmikil jarðaskipti
við Erlend Jónsson á Stóruvöllum á Landi og konu hans,
Guðnýju Torfadóttur frá Klofa.
Um afkomendur Eysteins í Mörk er ekkert kunnugt, en
vel má vera, að vér höfum nöfn tveggja sona hans í sam-
bandi við Klofamenn.
Sextánda janúar 1540 er Gísli Eysteinsson í dómi í Skarði
á Landi, er Páll sýslumaður Vigfússon nefndi um ákæm,
„er Erlendur Jónsson í mnboði Helgu Guðnadóttur klagaði
til Sigurðar Jónssonar, að hann sæti á jörðunni Nefsholti,
hverja hún reiknaði sína eign vera“. 27. okt. 1537 er sam-
nefndur maður í dómi á Yzta Reyðarvatni, er Jón sýslumaður
Hallsson nefndi um vígsmál í Vestmannaeyjum.
Oddur Eysteinsson er daginn fyrir Þorláksmessu 1544 „í
litlu baðstofunni í Klofa á Landi“, er Helga í Klofa og Ei-
ríkur, sonur hennar, gefa hvort annað kvitt um öll þeirra
skipti.
Séra Einar Ölafsson hefur vafalaust heyrt margar frægð-
arsögur af Eysteini í Mörk, enda var hann lengi prestur í
nágrannasveit, og kunnugir hafa þeir getað verið, einkum
hafi Eysteinn verið á lífi, eftir að séra Einar kom að Hrepp-
hólum. Þá hefur Eysteinn verið 69 ára. Aðdáun séra Einars
á karlmennsku Eysteins hefur enzt til þess, að hann er enn
nafntogaðasti alþýðumaður sinnar aldar.