Skírnir - 01.01.1951, Page 115
STEFÁN EINARSSON:
VÍXLKVEÐANDI í WÍDSÍÞ (?), STURLUNGU
OG Á FINNLANDI
TileinkaS SigurSi Nordal á 65 ára afmæli hans.
Þá er við Skillingur
skærri röddu
sigdrottni vorum
söng upp hófum
hátt við hörpum,
hljómur varð gjallur.
I.
I útgáfu sinni af Wídsíþ (1936) flaug Kemp Malone það í
hug að bera söngvarana tvo, Wídsíþ og Scilling (bls. 184),
saman við hina finnsku Kalevala-söngvara, sem samkvæmt
gamalli venju voru vanir að kveða „rúnirnar“ finnsku tveir
saman í víxlkveðandi.
Þessi einkennilega venja hefur fyrir skemmstu orðið fyrir
allmikilli gagnrýni á Finnlandi. Á ég þar við hók frú Elsu
Enajárvi-Haavios: Pankame kasi katehen (1949). En mestu
fræðimenn á þessu sviði, eins og Otto Andersson og A. 0.
Váisánen, telja gagnrýni frúarinnar marklausa, enda hygg ég,
að íslenzka hliðstæðan, sem ég mun benda á hér, taki af allan
vafa um það, að þessi merkilega finnska venja sé eigi aðeins
ósvikin, heldur einnig afgömul.
1 Sturlungu (G. Vigfússon I, 220, Jón Jóhannesson I, 251)
segir svo:
„Um vetrinn eftir hardagann í Víðinesi váru dreymdir
draumar margir. Þat dreymdi mann í Skagafirði, at hann
þóttist koma í hús eitt mikit. Þar sátu inni konur tvær hlóðg-
ar ok reru áfram. Honum þótti rigna blóði í ljórana. önnur
kvað konan:
Róum vit, ok róum vit,
rignir blóði,
Guðr ok Göndul,
fyr guma falli.