Skírnir - 01.01.1951, Síða 116
110
Stefán Einarsson
Skimir
Vit skuluxn ráðask
í Raftahlíð,
þar munum blótaðar
ok bölvaðar.
En í Vestfjörðum (Aust-, Bisk. I, 497) dreymdi mann, at
hann þóttist kominn í litla stofu, ok sátu upp menn tveir
svartklæddir ok höfðu gráar kollhettur á höfði ok tókust í
hendr. Sat á sínum hekk hvárr og reru og ráku herðamar á
veggina svá hart, at þá reiddi til falls. Þeir kváðu vísu þessa,
ok kvað sitt orð hvárr þeira:
Höggvask bart seggir,
en ballask veggir,
illa eru settir,
þás inn koma hettir.
Verk munu upp innask,
þás aldir finnask,
— engr es á sómi, —
á efsta dómi.“
Síðar í Sturlungu (G. V. I, 372, J. J. I, 428) má lesa:
„Sigurð Styrbjarnarson dreymdi þat fyrir Örlygsstaðafund,
at hann þóttist sjá hrafna tvá og kváðu þetta, sitt orð hvárr“;
en það er óþarfi að tilfæra vísuna.
I raun og vem svarar aðferð Kalevala-söngvaranna, sem ég
hef hér kallað víxlkveðandi, aðeins til aðferðar þeirrar, sem
lýst er í sambandi við aSra draumvísuna hér að ofan.
Þar em (1) tveir menn sem róa, (2) halda saman höndum
og (3) kveða á víxl sitt vísuorð hvor af vísunni.
1 fyrstu draumvísunni em (1) tvær konur, sem sitja og róa,
en ekki er sagt, að þær haldist í hendur, og aðeins önnur þeirra
kveður vísuna. I þriðju draumvísunni vantar (1) og (2) at-
riðið, en hið þriðja er tekið fram: hrafnamir kveða „sitt orð
hvárr“. Þar sem ég tala um draumvísu í rannsókn þessari,
þá á ég við áðra draumvísuna, nema annað sé til tekið.
Segja má, að þar sem þetta séu draumvísur, þá sé óhugs-
andi, að í þeim speglist raunvemlegar venjur. Slíkt má til
sanns vegar færa. 1 heimi drauma og fyrirburða verða oft fyrir
oss tákn, sem koma ekki fyrir í raunheiminum — nema að
nokkm leyti. Jámgrímur jötunn, sú hin heiðna Guðrún Gjúka-