Skírnir - 01.01.1951, Page 117
Skírnir Víxlkveðandi í Wídsíþ(?), Sturlungu og á Finnlandi
111
dóttir og valkyrjurnar, sem slá orustuvefinn í DarraSarljó'öum
— allt eru þetta yfirnáttúrlegar verur, sem haga sér á yfir-
náttúrlegan hátt. En ef betur er að gáð, þá er orustuvefurinn
eigi síður vefur, þótt uppistaðan sé úr mannaþörmum og
haldið niðri af höfuðskeljum manna í kljásteina stað.
Menn þurfa eigi að ganga að því gruflandi, að víxlkveðandi
sú, sem hér hefur verið lýst, hefur eigi verið neinn daglegur
viðburður á Sturlungaöld. Hitt væri líkara, að í henni gæti
speglazt afgömul söngaðferð, og svo verður að vera, hafi þetta
verið kvæðaháttur þeirra Wídsíþ-söngvaranna. Að öðrum
kosti kynni hér að vera um að ræða gamla helgivenju við
seið, og er það öllu líklegra.
Satt er það, að þekking manna á töfrabrögðum á Islandi og
í Noregi er af helzti skornum skammti. Samt vita menn, að
margt var líkt í töfrabrögðum Norðurlandabúa og granna
þeirra, Lappa og Finna. En einmitt þessi viðurkenndi skyld-
leiki í fjölkynngi þessara óskyldu þjóða ætti, jafnvel að órann-
sökuðu máli, að vera nóg ástæða til þess að skýra það, að víxl-
kveðandin skuli koma fyrir hæði í Sturlungu og Kálevala-
kvæðunum.
II.
Nú skal vikið að íslenzkum kveðskap fornum til þess að at-
huga, hvort hægt sé að finna draumvísunum afmarkaðan hás
í þeim bókheimi.
Um drauma í forníslenzkum bókmenntum hefur dr. G. D.
Kelchner í Cambridge ritað merka hók (Dreams in the Old
Norse Literature and their Affinities in Folklore, 1935, bls. 41
—42, 119). Því miður hefur hún tekið í bók sína einungis
fyrsta drauminn og draumvísuna úr Sturlungu (Róum vit
. . .). Telur hún tvær konumar blóðugu vera tröllkonur. Hvers
vegna? Eflaust af því, að svipaðar vísur em oft tröllum
kenndar. Hún getur þess eigi heldur, sem þó er merkilegt, en
fellur utan verkahrings hennar, að slíkar vísur em oft ekki
draumvísur aðeins, heldur beinar fyrirburðavísur. I stað
draums her fyrir augu og eym manna draug eða tröll, sem
kveða vísuna, en hún boðar baráttu, mannfall, dauða. Og enn