Skírnir - 01.01.1951, Page 118
112
Stefán Einarsson
Skímir
eitt, sem dr. Kelchner hefur ekki veitt athygli: í þessum draum-
eða fyrirburðavísum er oft endurtekið síðasta vísuorð, en slík
endurtekning er sérkenni galdralags Snorra Sturlusonar.
Snorri vísar galdralagi til rúms nær lokum Háttatals, og er
dæmi hans þannig:
Sóttak fremð,
sóttak fund konungs,
sóttak ítran jarl,
þá er ek reist,
þá er ek renna gat
kaldan straum kili,
kaldan sjá kili.
(F. J. II, 77)\
Þetta er í raun og veru IjoSaháittur með endurtekningu síð-
asta (6.) vísuorðs. Galdralag Snorra, prýtt anafóriskum hlið-
stæðum og tilbrigðum, er stílgimsteinn, sem trúa mætti,
að kristallazt hefði úr bergi kirkjuskólanna á 12. öld. En
Ivar Lindquist (Galdrar. De gamla germanska trollsánger-
nas stil undersökt i samband med en svensk runinskrift frán
folkvandringstiden. Göteborg 1923. Gb. Högsk. Árskr. 29)
hefur löngu sýnt og sannað, að ræturnar eru miklu lengri
og standa í germanskri heiðni.
At gala galdr heitir það að kveða töfraljóð í Eddukvæðum.
Er löng upptalning galdra í Hávamálum (IjóSatal), en því
miður hefur ekkert geymzt af einstökum göldrum eða töfra-
Ijóðum, sem svo margt er af í fomensku og a. n. 1. í fomhá-
þýzku. En Lindquist hefur hent á það, að galdralag er notað
eigi aðeins margsinnis sem afbrigði af IjóSahætti (um 20
dæmi, sbr. Fr: Láffler), heldur einnig einu sinni í hreinni
særingu, þ. e. í Skírnismálum 34:
Heyri jötnar,
heyri hrímþursar,
synir Suttungs,
sjálfir Ásliðar:
hve ek fyrirbýð,
1) Þessar styttu tilvitnanir eiga við Finn Jónsson, Den norsk-islandske
Skjáldedigtning A, I—II. 1912—15.