Skírnir - 01.01.1951, Page 119
Skírnir Víxlkveðandi í Wídsíþ(?), Sturlungu og á Finnlandi 113
hve ek fyrirbanna
manna glaum mani,
manna nyt mani.
Nú bendir Lindquist á sams konar stílfyrirbrigði, einkum
anafórana, í Merseburger Zauberspruche á fornháþýzku:
Suma hapt heptidun,
srnna heri lezidun,
suma clubodon
umbi cuonio uuidi.
Sama stíl sýnir hann líka í fornensku særingunum (Saxon
Leech-doms, Wort-cunning and Star-craft I, 398):
Bidde ic þone mæran domine,
bidde ic þone miclan drihten,
bidde ic þone haligan
heofonrices weard.
Loks þykist Lindquist hafa sýnt fram á galdralag í sænsku
rúnaristunni á Stentofta-steini frá 6. (7.?) öld.
Síðasta dæmi Lindquists frá íslandi er særing frá 15. öld:
Lýk ek fésakir,
lýk ek fjársakir,
lýk ek enu mestu
manna sakir.1
Lindquist virðist ekki hafa hirt að gefa því gaum, að end-
urtekning (eða tilbrigði) síðasta vísuorðs galdralags var tekin
upp í öðrum háttum líka, eins og dróttkvæðum hætti og fom-
yrðislagi, sennilega ekki síðar en um miðja 12. öld. Það hygg
ég hafa stafað af því, að á þeim tíma hafi mönnum fundizt
töframáttur og dulúð galdralags búa einmitt í endurtekningu
niðurlagsins. Og frá þeim tíma til þessa dags hefur slík endur-
1) Það er einkennilegt, að í þessa særingu vantar alveg endurtekningu
siðasta vísuorðs eins og hinar þýzku og ensku særingar hér að framan.
Það eru anafórarnir, sem eirikenna þær. Hitt er þó kannske merkilegra, að
endurtekningar virðast hvergi koma fyrir í særingmn frá seinni timum, ef
ráða má af brotum þeim, sem Jón Ámason hefur prentað upp í ÞjóSsögum
sírnnn og Ölafur Davíðsson í Göldrum og galdramálum á Islandi (Rvík
1910, Sögufélagið).
8