Skírnir - 01.01.1951, Page 120
114
Stefán Einarsson
Skímir
tekning verið nóg til þess að láta íslendingum renna kalt vatn
milli skinns og hörunds, hvort sem um drauma eða fyrir-
boða var að ræða. Draugurinn í haugi sínum hefur aldrei átt
völ betra ljóðforms.
Þessi ógnum þrungna endurtekning kemur fyrst fyrir í upp-
spunninni draumvísu, eignaðri Sneglu-Halla. Halli átti ferð
fyrir höndtun frá Englandi til Noregs, en fann hvert rúm
skipað í bátnum. Þá sagði Halli frá því einn morgun, að sig
hefði dreymt illa. Maður allógurlegur hefði birzt sér og kveðið
dróttkvæða vísu, og þessi var endir á (F. J. I, 389):
Því sit ek bleikr í brúki,
blakir mér þari um hnakka,
blakir mér þari um hnakka.
Þessi draugslega vísa rýmdi svo til á skipinu, að Halli
fékk far.
Svipuð endurtekning kemur fyrir í draumvísum tveim, er
tröllkerlingar kváðu kveðið hafa fyrir leiðangri Haralds harð-
ráða til Englands 1066 (sbr. Heimskringlu, útg. F. J. 1911,
bls. 500—501, F.J. I, 430).
Dæmi úr Njálu eru vísan, sem Gunnar kveður dauður í
hauginum (síðasta línan: valfreyju-stafr deyja — endurtekin,
F. J. I, 604) og hin áhrifamikla vísa úr fyrirburði Hildiglúms
(Njáls saga, An. Saga Bibl., bls. 293, 125. kap.):
„Hildiglúmr . . . gekk út dróttinsdagsnótt, þá er tólf vikur
váru til vetrar. Hann heyrði brest mikinn, svá at honum þótti
skjálfa bæði jörð ok himinn, síðan leit hann í vestrættina, hann
þóttiz sjá þangat hring ok eldslit á ok í hringinum mann á
grám hesti. Hann bar skjótt yfir, ok fór hann hart, hann hafði
loganda brand í hendi, hann reið svá nær honum, at hann
mátti görla sjá hann, hann var svartr sem bik. Hann kvað
vísu þessa með mikilli raust:
Ek ríð hesti
hélugbarða,
úrigtoppa,
ills valdandi,
eldr er i endum,
eitr er í miðju;