Skírnir - 01.01.1951, Síða 121
Skírnir Víxlkveðandi í Wídsíþ(?), Sturlungu og á Finnlandi 115
svá er um Flosa ráð
sem fari kefli. :,:
Af þeim tuttugu vísum, sem ortar voru út af örlygsstaða-
bardaga 1238 (ein þeirra víxlkveðin af hröfnunum tveim,
sem áður segir), eru níu draumvísur, en hinar ellefu fyrir-
hurðavísur (sbr. F. J. II, 144 o. n.). Kvæðamenn eru karlar
og konur, aðeins tvisvar er þess getið, að þetta sé stórvaxið
fólk (tröll?), og aðeins einn hólbúi er í hópnum. Endur-
tekning galdralags er í sjö af þessum tuttugu vísum, en að-
eins tvær af þeim sjö eru draumvísur. Sýnilegt er, að endur-
tekningin á heima í fyrirburðavísum eigi síður en í draum-
vísum, en víxlkveðnu draumvísurnar þrjár eru ósnortnar af
henni.
Fyrir dráp Eyjólfs Þorsteinssonar 22. júlí 1255 nam Jó-
reiður nokkur átta vísur (F. J. II, 148 o. n.) í draumi af konu
mikilli vexti, sem Guðrún nefndist Gjúkadóttir. Af þeim átta
vísum hafa þrjár endurtekningu galdralags, þar á meðal fyrsta
vísan:
Hann er hurð fyr heim
brynjaðr í sveim,
eru brennumenn þá
:,: mannhundar hjá. :,:
Allar þessar vísur um bardaga eru úr Sturlungu.
Galdralags-enáurXekn'mg er í þrem vísum, kenndum Klaufa
afturgengnum, í Svarfdœla sögu (F. J. II, 206 o. n.) og í þeim
þrem vísum úr Draumi Þorsteins SíSu-IIallssonar (F. J. II,
214), er boða dauða hans.
Endurtekning kemur ekki fyrir í Stjörnu-Odda draumi, en
aftur á móti í öllum tólf erindum Bergbúa þáttar eða Hall-
mundarkviSu (F. J. II, 210 o. n., sjá og Guðmund Finnboga-
son í Skírni 1935). Þetta kvæði bergbúans er sýnilega lýsing
á gosi, e. t. v. gosi Kötlu 1263. Síðari hluti kvæðisins virðist
vera lýsing á lífi jötna í undirheimum og baráttu þeirra þar
við Þór, en svo er að sjá sem gosið sé kennt þeim bardaga.
Hér gæti maður verið í vafa um, hvort endurtekningin sé not-
uð vegna dulfræða kvæðisins eða vegna þess, að blendingur
kveður það af munni.