Skírnir - 01.01.1951, Page 122
116
Stefán Einarsson
Skímir
Nokkur dæxni endurtekningar hef ég fundið í safni Einars
Ól. Sveinssonar, Fagrar heyrSi ég raddirnar (Rvík 1942), og
munu tvö hin fyrstu vera frá því fyrir siðaskipti.
Elzt er draugavísan, er heyrðist kveðin í Síðumúlakirkju-
garði fyrir pláguna miklu (um 1400):
Vögum vér og vögum vér
með vora byrði þunga,
upp er komið það áður var
í öld Sturlunga. :,:
E.Ó.S. 157.
Þá er hið fræga kvæði Fiðlu-Bjarnar (f. um 1530 að tölu
P. E. Ó., Menn og menntir IV, 463):
Mér verður hússins dæmi,
sem í hallri brekku stendur,
búið er, brátt mun falla,
böl í skap er runnið,
svigna súlur fomar,
en salviðurinn bognar.
:,: Svo kveður mann hver, þá mor(g)nar,
mæddur í raunum sínum. :,:
E.Ó. S. 118.
Þetta er raunar allt annað en draugaleg vísa, þó heyrðist
hún kveðin úr steini og er því hér til færð. Annars er hún
sýnilega meir í ætt dansa og vikivaka, og er hið tvítekna við-
lag sennilega þaðan fremur en frá galdralags-kvæSunum.
tJr Þjóðsögum Jóns Árnasonar eru þessar draugavísur:
Móðir mín í kví kví,
kvíddú ekki þvi því;
eg skal ljá þér duluna mína
að dansa í
og dansa í.
J. Á. I, 225.
Máninn líður,
dauðinn ríður;
sérðu ekki hvítan blett
í hnakka mínum
Garún, Garún?
J. Á. I, 282.