Skírnir - 01.01.1951, Síða 127
Skimir Víxlkveðandi í WídsíþC?), Sturlungu og á Finnlandi
121
(Sejd. Textstudier i nordisk religionshistoria. (Akad. Avh.
Upps.), Stockholm 1935. Nordiska texter och undersökningar,
útg. B. Hesselman 5).
1 dróttkvæðum kemur sögnin at siSa fyrir í kvæði Kormáks
frá því um 960: seið Yggr til Rindar. Annars er sögnin og nafn-
orðið sí8a og seiSr fyrst notað í Eddukvæðum alveg eins og at
gala galdr, en allmiklum mun sjaldnar. Orðin koma fyrir í
Völuspá og Lokasennu (frá því um 1000), en seiSberendur í
HyndluljóSum og það, að ætlun Strömbacks, í argari merk-
ingu (líkt og galdraskjóSa). Völuspá segir um Heiði völvu:
seið hvar hon kunni / seið hon hugleikin, þ. e. hún var sjálf
leikin, hálfæðisgengin eða frá sér numin af seiðinum. f Loka-
sennu bregður Loki Óðni, fóstbróður sínum, um seið:
En þik síða kóðu
Sámseyju í
og draptu á vétt sem völur;
vitka líki
fórtu verþjóð yfir
ok hugða ek þat args aðal.
Bezta skýring á þessari vísu er lýsing Snorra á Óðni í Yng-
linga sögu, 7. kap. Sú lýsing gefur líka ágæta hugmynd um
tilgang seiðsins (Strömback): „Óðinn kunni þá iþrótt, svá at
mestr máttr fylgði, ok framði sjálfr, er seiðr heitir, en af
því mátti hann vita örlög manna ok óorðna hluti, svá ok at
gera mönnum bana eða óhamingju eða vanheilendi, svá ok at
taka frá mönnum vit eða afl ok gefa öðrum. En þessi fjöl-
kynngi, ef framið er, fylgir svá mikil ergi, at eigi þótti karl-
mönnum skammlaust við at fara, ok var gyðjunum kennd
sú iþrótt“. Hér er og glögg bending um samband seiðs og
galdurs: Óðinn, hinn mikli meistari seiðlistarinnar, lærir hana,
fyrstur Ása, af Freyju Vanadís. En í Eddu kallast Óðinn líka
galdrs faöir, eins og seiður og galdur væri eitt.
En víkjum nú frá þessari beztu lýsingu á tilgangi seiðsins
að lýsingum á seiðathöfninni sjálfri, eins og henni er lýst í
sögunum.
Til þess að fremja seið, sem verið gat úti eða inni, er oft
talað um að nota seiShjall. Virðist hann svara til seiðpalls