Skírnir - 01.01.1951, Qupperneq 128
122
Stefán Einarsson
Skímir
töframanna í Síberíu. Á hjallinum sat völvan eða seiðmaður-
inn og stundum fleiri, sem hjálpuðu þeim. Seiðurinn var
ávallt sunginn, og oft þótti sú kveðandi fögur eða lokkandi að
heyra. Aldrei heyrist þess getið, að seiðmenn eða konur hafi
róið sér á hjallinum, og tala söngvara virðist hafa verið óá-
kveðin. Þegar FriSþjófs saga talar um tvær seiðkonur, sem
„efldu seiðinn ok færðust á hjallinum með göldrum ok gem-
ingum“, þá virðist tala þeirra vera hendingu bundin. Á hin-
tun fræga stað í Eiríks sögu rauÖa sezt Þorbjörg lítilvölva sjálf
á seiðhjallinn, umkringd af konum þeim, er syngja áttu tiltekið
kvæði fyrir hana, en þegar þær kunnu það ekki, virðist Guð-
ríður hafa stmgið það ein. f Gísla sögu er Þorgrímur nef einn að
seiðinum og „fremr hann þetta fjölkynngiliga með allri ergi
ok skelmiskap11. f Laxdœlu færðust hin suðreysku skötuhjú,
Kotkell, Grima, Hallbjöm og Stígandi öll upp á seiðhjallinn:
„þau kváðu þar harðsnúin fræði; þat vám galdrar“.
Hér þarf eigi fleiri vitna. Þegar í Lokasennu er Óðni, galdrs
fööur, lýst sem seiðmanni miklum og örgum. Snorri staðfestir
þá mynd, og um miðja 13. öld (Laxdæla) var sýnilega enginn
munur gerður á hinum „harðsnúnu fræðum“ seiðsins og göldr-
um Eddukvæðanna, stundum ortum undir galdralagi Snorra.
Það er líklegt, að völur og seiðmenn hafi notað galdralag, þótt
eigi verði það sannað.
Hér er og annað atriði, sem vert er að gefa gaum. f Gísla
sögu segir: „En sakar þess tröllskapar, er Þorgrímr nef
hafði haft í seiðinum, ok atkvæða, þá verðr þess eigi auðit, at
höfðingjar tæki við honum (Gísla)“.
En ef nú galdrar seiðmannsins kallast tröllskapr (á sænsku
trolldom), þá furðar maður sig síður á því að finna galdralags-
endurtekningu í vísum, sem lagðar em tröllkonum og -körlum
á tungu, eigi heldur á því, að í fornaldarsögum og ævintýr-
um em tröll að jafnaði ramgöldrótt og fjölkunnug. Loks ætti
það ekki að koma á óvart, að eftirlætisheimkynni trölla í
sögum þessum em Finnmörk, Gandvík og Bjarmaland.
Sögumar gefa þannig alveg ótvíræða bendingu imi samband
seiðsins við Lappa og Finna. En rétt er að sjá, hvað sérfræð-
ingar segja um þetta. í riti sínu um seið (bls. 196—206) getur