Skírnir - 01.01.1951, Síða 129
Skírnir Víxlkveðandi í Wídsíþ(?), Sturlungu og á Finnlandi 123
Strömback margra fræðimanna, sem verið hafa þeirrar skoð-
unar, að Lappar hafi haft mikið af trú sinni og goðafræði
frá Norðurlandabúum. Aðrir fræðimenn (H. Pipping og Björn
Collinder) höfðu þó veitt því eftirtekt, að menningarstraum-
urinn gat tekið öfuga stefnu. Þetta virðist með vissu vera
svo um seið og tröllskap, því að seiðurinn virðist vera sama
tóbakið og hin sjamanistisku töfrabrögð Lappa, en þau tíðkast
óslitið frá Löppum í vestri austur yfir alla Síberíu og austur
til Eskimóa í Alaska. Og hvar sem er á þessu mikla svæði,
eru þessi töfrabrögð æði (extas) blandin og ergi, — alveg
eins og seiðurinn. Það er því alls ekki að ósynju, að Strömback
segir: „Lappar eru í norrænum bókmenntmn galdramenn par
préférence“.
Af undangenginni rannsókn virðist mér verða dregin að-
eins ein ályktun. Við fyrsta álit virðist draumvísa Sturlungu
og víxlkveðandi sú, er henni fylgir, ekki standa í neinu sam-
bandi við seið, enda hafa fræðimenn aldrei reynt að tengja
hana við seið. En þegar eftir er rýnt, má sjá samband milli
drauma, fyrirburða og galdralagsháttarins, en úr honum
ætti að vera skammt í galdrana sjálfa og þaðan í seiðinn.
En af því að seiðurinn virðist hafa verið af finnsk-úgriskum
uppruna, og af því að víxlkveðandi draumvísunnar þekkist
hvergi nema úr Finnlandi, þá virðist það ekki djarft að álykta,
að víxlkveðandin hafi verið eitt af þeim töfrabrögðum, sem
eiginlega heyrði seiðinum til og fluttist með honum og lapp-
neskum galdramönnum vestur til fslands. f þessu sambandi
er ekki vert að gleyma því, að seiður virðist miklu sjaldgæfari
í Eddukvæðum en galdur, enda virðist seiðurinn ókunnur í
suður- og vestur-germönskum bókmenntum.
III.
Nú er timi til kominn að líta á víxlkveðandina í heimahög-
um hennar, Finnlandi, og það, hversu finnlenzkir fræðimenn
hafa lýst henni. Og er þá bezt að taka það skýrt fram, að þessi
grein hefði aldrei verið skrifuð, ef prófessor Otto Andersson frá
Ábo hefði ekki vakið athygli mína á efninu. Það var eigi að-
eins, að hann kvæði fyrir mig Kalevala-lagið og lýsti aðferð