Skírnir - 01.01.1951, Qupperneq 131
Skímir Víxlkveðandi í Wídsíþ (?), Sturlungu og á Finnlandi
125
kveða undir dansi. Af þessum dæmum hefur Otto Andersson
svo ályktað, að kvæðin hafi upphaflega verið kveðin fyrir
dansi og verið sungin af forsöngvara (fordansara) og kór.
Kórsöngurinn hafi orðið að tralli, danshringurinn hafi snúizt
í hring áheyrenda. Forsöngvarinn þurfti stuðning af ákveðnu
formi, og meðhjálparinn tók þá hlutverk kórsins. Arfur frá
hringdansinum var einnig það að kveða samtengdum hönd-
um, en „dramatík“ dansins snerist upp í rórill kvæðamann-
anna. Að lyktum hættu kvæðamennirnir að standa upp á
endann, en settust niður. Þannig varð víxlkveðandin til með
sínu einkennilega handabandi og rórilli að ætlun Anderssons.
Hér er óþarfi að tala um bók frú Elsu Enájárvi-Haavios
um kvæðavenjuna, af því að skoðanir hennar, sem vefengdu
myndir Acerbis, hafa verið gjörsamlega hraktar af Otto An-
dersson í Huvudstadsbladet, 28. febr. 1951, og af formanni
Kalevala-félagsins, A. 0. Váisánen, í Kalevalaseuran Vuosi-
kirja 1949. En hók frú Elsu hefur þó ekki verið til einskis
rituð, hún hefur t. d. bent á það, að sænskur ferðamaður,
A. F. Sköldebrand, hafði birt myndir af athöfninni, ári áður
en myndir Acerbis komu fram, þótt hún trúi því ekki, að
þessar myndir séu ósviknar.
Gegn frú Elsu bendir Váisánen á það, að illt sé að vefengja
bein orð Sköldebrands um það, að hann hafi séð söngvarana,
enda sé erfitt að gera sér í hugarlund, að nokkrum manni
gæti hugkvæmzt að lýsa athöfn kvæðamannanna án þess
að hafa séð hana. En aðalþáttur Váisánens í deilunni er
það, að hann hefur bent á nýja lýsingu á athöfninni, 40—50
árum eldri en lýsing Porthans. Þessi lýsing er í Descriptio
Lapponica, ritaðri af Johann Berthold Ervast um 1730. Þar
segir svo:
„Cmn vero talis diabolicus peragendus erat cultus, plerum-
que duo adesse debebant lappones ejusdem arti callidi, qui
versis invicem faciebus et junctis manibus sedendo pedibus
decussatis in pavimento tugurii et campis suas exorsi sunt
cantationes sive formulas invocatorias.“
í bréfi frá Otto Andersson, 12. febr. 1951, segir hann um
þetta: „Váisánen leggm- mikið upp úr vitnisburði Ervasts.