Skírnir - 01.01.1951, Síða 132
126
Stefán Einarsson
Skirnir
Hann skrifar: „Það er ekki heldur óhugsandi að mínu viti,
að hin einkennilega víxlkveðandi finnskra manna — þar sem
þeir sitja andspænis hvor öðrum og róa skrokknum — hafi
upphaflega verið helgiathöfn (ceremoniell förretning)Og
sjálfur vill Otto Andersson ekki neita því, að svo geti verið.
IV.
Þegar ég las tilvitnun Vaisanens úr Descriptio Lapponica,
sá ég í hendi mér, að hugmynd mín um, að víxlkveðandin
kynni að vera gömul athöfn í sambandi við seið, hafði feng-
ið stoð í veruleikanum. Þessi diabolicus cultus hlaut að eiga
við einhver töfrabrögð, sömuleiðis cantationes og formulae
invocatoriae. En hvaða töfrabrögð og hvaða helgisiðir?
Því var fljótsvarað, eftir að ég náði í bók Ervasts eftir
tilvísun Ottos Anderssons. Bókin var útgefin af Isak Fellman
í Handlingar och uppsatser angáende finska lappmarken och
lapparna, I (Helsingfors 1910). Ritgerð Ervasts fjallar um
Kemi-Lappa í Norðvestur-Finnlandi, rétt austan við sænsku
landamærin.
Tiivitnun Váisanens er tekin úr kapitula í bók Ervasts, sem
heitir De lapsu extatico lapponum og lýsir dái því eða leiðslu,
sem töframennirnir falla í með hæfilega æðisgengnum undir-
búningi (sjamanistisk trans). Skal ég birta hér dálítið meira
úr kapítulanum til þess að sýna samhengið:
„Hið fyrsta og mikilvægasta meðal, með hverju þessi hel-
vízki andi eins og slöngvaði þessum bundna og fjötraða lýð
á barm vitfirringarinnar, var þetta, að þegar þeir höfðu
ákallað hann sem sinn æðsta guð og hjálpara með margvís-
legum virðingarmerkjum, þá seiddi hann sálina úr skrokkum
þeirra og lét þá falla sem í dá (trans, extas). Þessi venja,
að falla í dá, kölluð lovehen langeta á þeirra eigin máli, var
að nokkru leyti partur af þeirra eigin guðs- eða réttara
djöfuls-þjónustu, a. n. 1. var þetta aðferð til þess að útvega
þeim vissar nauðsynjar, koma fram illu á hendur þeim, sem
höfðu styggt þá, annaðhvort á þeirra eigin kroppi eða hús-
dýrum þeirra. Að nokkru leyti færði dáið iðkendum sínum
sálargleði, enda er það (dáið) almennt álitið vera höfuð-