Skírnir - 01.01.1951, Síða 133
Skirnir Víxlkveðandi í Wídsíþ(?), Sturlungu og á Finnlandi 127
prýði trúariðkana þeirra. En þegar framkvæma skyldi slíkar
djöfullegar trúariðkanir (cultus), þá áttu oftast að vera við
tveir Lappar, lærðir í listinni, sem með samhverfum and-
litum og samanteknum höndum sátu og slógu fótunum í gólf
kofans eða á jörðina og hófu svo upp særingar sínar og
ákallanir; en inntak þeirra var venjulega lofgjörð til guðs-
ins eða afguðsins, auðmjúkar þakkir fyrir auðsýnda velgem-
inga, bænir um föðurlega umhyggju í framtíð og óheyri-
legar heitanir um það að halda trúariðkununum áfram, þar
til þeir tæki andvörpin."
Með öðmm orðum: galdramaðurinn eða töframaðurinn
(sjamaninn) fellur í dá, meðan (eða af því að) hann er að
kveða þessa helgisiðasöngva sína á þenna ákveðna, æðis-
gengna hátt (sbr. það, að andatrúarmenn haldast í hendur
og syngja sálma á fundum til þess að hjálpa miðlinum að
falla í leiðslu). 1 dáinu fer svo sál galdramannsins úr líkam-
anum og flýgur í fjarlæg lönd á njósn eða aðeins til að
skemmta sér, en hún getur líka á leiðinni drepið óvini galdra-
mannsins eða ónáðað fénað hans.
En þetta er næstum orðrétt lýsing á töfrabrögðum þeim,
er Snorri skýrir frá í Ynglinga sögu, 7. kap.: „Öðinn skipti
hömum, lá þá búkrinn sem sofinn eða dauðr, en hann
var þá fugl eða dýr, fiskr eða ormr, ok fór á einni svip-
stund á fjarlæg lönd at sínum erendum eða annarra manna
. . . Öðinn kunni þá íþrótt ... at gera mönnum bana eða
óhamingju eða vanheilendi . . . “ Og þessi töfrabrögð eru
seiðurinn sjálfur.
Af mörgum dæmum í sögunum, þar sem þessi íþrótt er
kennd Finnum (þ. e. Löppum), skal ég rétt aðeins minna á
sögnina í Vatnsdœla sögu (12. kap., Islenzk fornrit VII, bls.
32—36). Þeir tveir (eða þrír) semsveinar, sem Ingimundur
fékk til að fara hamförum til íslands að leita hlutar síns,
þess er finnsk völva hafði týnt með göldrum, hafa vel get-
að notað víxlkveðandi til þess að kveða sig í dá. Þeir létu
„byrgja sik eina saman í húsi“, bönnuðu mönnum að nefna
sig og hittust þrem nóttum síðar uppgefnir eftir ferðalagið,
enda kváðu þeir þetta vera sér forsending. „Litla stofan“,