Skírnir - 01.01.1951, Síða 134
128
Stefán Einarsson
Skírnir
sem nefnd er í sambandi við aðra draumvísuna í Sturlungu,
er ef til vill bezta skýring á þessum sögustað.
1 finnsk-úgrisbum bókmenntum eða þjóðfræðum ætti að
vera hægt að finna fleiri hliðstæður við frásögn Ervasts.
Þess verður þó að gæta, að hann segir, að kvæðamennimir
hafi oftast verið tveir, og hafa þeir þá að sjálfsögðu stundum
getað verið fleiri. Ég get minnt á stað, sem Strömback til-
færir (bls. 135) eftir Castrén. Hann lýsir tveimur galdra-
mönnum í Arkangelsk, meistara og sveini, hinn siðamefndi
hjálpar meistara sínum að kveða töfraljóðin. Þetta minnir
á forsöngvara og meðhjálpara Porthans.
Hægt er að ljúka þessum hugleiðingum um draumvísuna
í Sturlungu með því að álykta, að hún stendur djúpum
rótum í jarðvegi galdra, seiðs og töfrabragða á Norður-
löndum, hvomm megin máltakmarkanna sem er. Héðan af
ætti hún ekki að gleymast fræðimönnum, hvort sem þeir
fást við galdra, seið eða töfradá finnska galdramannsins.
Ekki heldur af trúarbragðafræðingum eða söngsagnaritumm,
sem skyggnast vildu eftir upptökum Kalevala-söngvanna.
En í þessu samhengi virðist mér draumvísan ekki á nokk-
um hátt styrkja skoðanir Ottos Anderssons um upptök víxl-
kveðandinnar í dansi. Satt er það, að franski dansinn, hring-
leibur og söngur fyrir dansi, hefur verið vel þekkt fyrirhrigði
á íslandi frá því um 1100. Vera má líka, að til hafi verið
eldri hringleikar af þjóðlegum uppmna (Strömback, Anders-
son?), þótt meiri hluti fræðimanna muni enn telja franska
dansinn elztan á Norðurlöndum. Samt held ég, að vilji Otto
Andersson reyna að forða sinni gömlu dansatilgátu, þá verði
hann að flýja á náðir helgidansa (kultdansar).
Fyrir utan rórillið og handabandið, sem auðleitt er hvort
tveggja af dansi (en líka af dá-helgisiðum), virðist endur-
tekningin í víxlkveðandi Kalevala-söngvanna hafa verið ein
af þeim ástæðum, sem beindu huga Anderssons að dansin-
um, og auðvitað af því, að slíkar endurtebningar em geysi-
vanalegar í danskvæðum og þjóðvísum, og það eigi aðeins
frá fomu fari, heldur líka víða um heim. Enginn hefur unn-
ið meira að því að leiða þetta í ljós en sjálfur Otto Andersson