Skírnir - 01.01.1951, Síða 135
Skírnir Víxlkveðandi í Wídsíþ(?), Sturlungu og á Finnlandi 129
í mörgum ágætum greinum, sem ég verð að láta mér nægja
að vísa mönnum til.
En á hitt er að líta, að finnsk-úgriska víxlkveðandin, ef
til vill með sömu endurtekningum sem enn tíðkast með Kale-
vala-kvæðamönnum, má vel hafa minnt norræna menn á
tilbrigðin og endurtekningarnar í galdralagi og afkomendum
þess. Eða ætti að líta svo á, að endurtekning galdralagsins
•—• og annarra hátta síðar — sé úr seiðinum ættuð og af
austrænum (finnsk-úgriskum) uppruna?
V.
Af því að ég byrjaði grein þessa á tilvitnun í Wídsíþ, verð
ég víst að reyna að segja álit mitt á því, hvort þeir félagar
hafi notað Kalevala-víxlkveðandina þar eða ekki. Víst er um
það, að hafi maður haft hug til að brúa djúpið frá Porthan
(1778) eða Ervast (1730) til Wídsíþs (um 700), meir en
þúsund ár, þá ætti draumvísa Sturlungu (um 1200) að gera
hafið helmingi styttra — og líkurnar fyrir sambandi helm-
ingi meiri. Þá er þess að gæta, að draumvísan virðist hera
vott um venju í andarslitrum, en venju, sem kynni — jafn-
vel hlyti — að hafa verið miklu líflegri á landnámstíð. Af
því myndi aftur leiða, að venjan hefði seimilega verið vel
kunn í víkingabyggðum fyrir vestan haf, svo sem aðeins 150
—170 árum eftir að Wídsíþ var kveðið. Gleymum ekki, að
seiðskrattarnir Kotkell og Gríma voru suðreysk.
Þá má ekki gleyma því, að venjan hefur lifað fram á vora
daga aðeins meðal Finna, nágranna hinna fjölkunnugu Lappa,
Austur-Gauta og Gota, á meðan Gotar dvöldust enn í sínum
gömlu heimkynnum á Eystrasaltsströndum eða þar í grennd.
Þá er þess að geta, að þeir Wídsíþ og Scilling voru sam-
kvæmt kvæðinu einmitt í heimsókn hjá Jörmunrekki Gota-
konungi (d. 375). Þeir fluttu honum þar lofkvæði og kváðu
við hörpuslátt, eins og Finnar hafa gert og gera enn í dag
og eins og títt var á Englandi og tíðkazt mun hafa á Norð-
urlöndum, þótt íslenzk fomrit séu helzti fáorð um það (sbr.
talharpa Ottos Anderssons). Og enn em tvö atriði, sem má
ekki missa sjónar á í þessu sambandi: bæði fornensk kvæði