Skírnir - 01.01.1951, Side 136
130
Stefán Einarsson
Skírnir
og Kalevala-ljóðin nota mjög tilbrigði (variation) til stíl-
prýði, og að áliti Ottos Anderssons („Kalevalameter—fom-
yrðislag“, Budkavlen 1937) er hægt að kveða gamlar íslenzk-
ar fomyrðislagsvísur undir Kalevala-laginu, en fornyrðislagið
er, sem kunnugt er, sami háttur og á Wídsíþ.
Svo er enn eitt: hafi Wídsíþ og Scilling í raun og vem
notað víxlkveðandina, þá hlýtur hún að hafa tilheyrt erfða-
venjum germönsku hetjuljóðanna, eins og hún einkennir nú
á vorum dögum finnsku hetjuljóðin. Hún hefði þá átt að breið-
ast út norðaustur til þeirra Finnanna og vestur á bóginn til
Englands. Eins og germönsku tökuorðin í finnsku sýna, mæl-
ir ekkert á móti því, en margt með, að menningarstraumur-
inn hafi tekið þessa stefnu. Svo gátu Lappar lært aðferðina
annaðhvort af Finnum eða Norðurlandabúum.
Aftur á móti hefði venjan þá orðið að deyja út snemma á
Englandi og á Norðurlöndum, annars væri þögn íslenzku
bókmenntanna um hana lítt skiljanleg. Á íslandi hefði hún
hjarað einangruð í galdrakvæðum, draum- og fyrirburða-
vísum, studd af minningum um töfrabrögð og seiðlæti Finna
(Lappa).
Allt þetta em hreinar tilgátur. 1 raun og veru er ekkert,
sem bendir til þess, að ensku skáldin í Wídsíþ hafi notað
víxlkveðandina finnsku. Og sé ekki svo, þá er íslenzka draum-
vísan í Sturlungu eina hliðstæða hennar í germönskum lönd-
um. Og þá er réttast að líta á hana sem einangraða leif af
seiðlátum og töfrabrögðum, sem vom rótgróin meðal Lappa
og Finna í Austurvegi.
En hvað þá um samsöng þeirra skáldbræðranna í Wídsiþ?
Með jafnmiklum eða meiri rétti mætti bera hann saman við
íslenzka tvísönginn eða kannske öllu heldur við þann tví-
raddaða söng, sem Giraldus Cambrensis segir, að verið hafi
gamall og vanalegur á Norðimbralandi á 12. öld. Eins og
Giraldus lýsir þessum söng í bók sinni, Descriptio Cambrice,
er langlíklegast, að hann hafi verið eins og íslenzki tvísöng-
urinn, sunginn í kvintmn.