Skírnir - 01.01.1951, Page 137
GUNNAR BENEDIKTSSON:
SNÆBJÖRN GALTI
LEIKMANNSATHUGANIR Á FRÆÐILEGU EFNI
I.
Ég er að blaða í Landnámu og nem þar staðar við frásögn,
sem ég hef oft lesið áður og undrazt mikilleik hennar. Nú
fer ég að brjóta heilann um hana. Það er sagan af Snæbimi
galta. Ég tek hér upp fyrra hluta og meginefni frásagnarinnar:
„Snæbjörn, sonur Eyvindar austmanns, bróðir Helga
magra, nam land milli Mjóvafjarðar og Langadalsár og
bjó í Vatnsfirði; hans sonur var Hólmsteinn, faðir Snæ-
bjamar galta; móðir Snæbjamar var Kjalvör, og vom þeir
Tungu-Oddur systrasynir. Snæbjörn var fóstraður í Þing-
nesi með Þóroddi, en stundum var hann með Tungu-Oddi
eða móður sinni. Hallbjöm, sonur Odds frá Kiðjabergi
Hallkelssonar, bróður Ketilbjamar ins gamla, fékk Hall-
gerðar, dóttur Tungu-Odds; þau vom með Oddi inn fyrsta
vetur; þar var Snæbjörn galti. Óástúðlegt var með þeim
hjónum. Hallbjörn bjó för sína um vorið að fardögum;
en er hann var að búnaði, fór Oddur frá húsi til laugar
í Reykjaholt; þar vom sauðahús hans; vildi hann ekki vera
við, er Hallbjörn færi, því að hann grunaði, hvort Hallgerð-
ur mundi fara vilja með honum. Oddur hafði jafnan bætt
um með þeim. Þá er Hallbjörn hafði lagt á hesta þeirra,
gekk hann til dyngju, og sat Hallgerður á palli og kembdi
sér; hárið féll um hana alla og niður á gólfið; hún hefur
kvenna bezt verið hærð á íslandi með Hallgerði snúinbrók.
Hallbjöm bað hana upp standa og fara; hún sat og þagði;
þá tók hann til hennar, og lyftist hún ekki; þrisvar fór svo;
Hallbjöm nam staðar fyrir henni og kvað: