Skírnir - 01.01.1951, Síða 139
Skírnir
Snæbjörn galti
133
frost ok kulda
feikn hvers konar;
veit ek af slíku
Snæbjörn veginn.
Þeir fóru aS leita Gunnbjamarskerja og fundu land; eigi
vildi Snæbjöm láta kanna um nótt. Styrbjörn fór af skipi
og fann fésjóð í kumli og leyndi; Snæbjörn laust hann
með öxi; þá féll sjóðurinn niður. Þeir gerðu skála og lagði
hann í fönn. Þorkell, sonur Rauðs, fann, að vatn var á
forki, er stóð úti í skálaglugg; það var um gói; þá grófu
þeir sig út. Snæbjörn gerði að skipi, en þau Þóroddur
vom að skála af hans hendi; aðrir fóru að veiðum. Styr-
björn vó Þórodd, en Hrólfur og þeir báðir Snæbjörn.“
Ég hirði ekki að taka meira upp af sögunni, en eftir fylgir
frásögn um endurkomu vegenda þeirra Snæbjarnar hingað
til lands og hefndir, sem fram varð komið á hendur þeim.
Hér er atburðamikill söguþráður og ljós, þegar maður hefur
þrætt hann með nákvæmri athygli. Það er sagan af Snæ-
birni galta, sem hefst með frásögn af gjaforði Hallgerðar,
frændkonu hans, og virðist gefið í skyn, að ástir hafi verið
milli þeirra frændsystkinanna. Frænka hans er drepin af
manni sínum, þegar hún vill ekki fara með honum til ættar-
slóða hans, og Snæbjörn hefnir hennar. Að því búnu gerir
hann félag við annan mann, og tuttugu og fjórir fara þeir
að leita Grænlandsbyggða. Þeir lenda í miklum hrakning-
um, Snæbjöm verður ósáttur við félaga sína, og þar kemur,
að þeir svíkjast að honum og myrða hann, fara síðan aftur
til fslands og em þar vegnir til hefnda.
Því meir sem ég hugleiði þessa sögu og set persónur henn-
ar í samband við ætterni og frásagnir, sem annars staðar
er um þær að finna í fomum ritum, því stórbrotnari verð-
ur hún í augum mínum og líklegri til að búa yfir leyndar-
dómum svo stórbrotins skáldskapar, að mér finnst vafi geta
leikið á því, hvort nokkurt fornrita okkar hafi djúpúðgari
kjarna inni að halda. Vil ég þegar taka það fram og kem