Skírnir - 01.01.1951, Side 140
134
Gunnar Benediktsson
Skírnir
nánar að því síðar, að þegar ég tala um skáldskap í þessu
sambandi, þá felst ekki í því neinn dómur til eða frá, að
hve miklu leyti er um raunverulega atburði að ræða eða hug-
gerða. Skáldskapargildi eins verks ákvarðast af eðli atburða-
þátta þess, hvemig þeir eru saman snúnir og hvaða almenn
sannindi verða úr þeim lesin, þegar þeir eru raktir í sundur.
II.
Athugum nú fyrst, hver félagsleg rök eru líklegust til að
hafa leitt til hjúskapar þeirra Hallbjamar og Hallgerðar, sam-
kvæmt þeirra tíma venjum.
Hallbjöm Oddsson er sonur Odds Hallkelssonar, bróður
Ketilbjamar hins gamla, er „nam allt Grímsnes upp frá
Höskuldslæk og Laugardal allan og alla Biskupstungu upp
til Stakksár og bjó að Mosfelli". Ketilbjöm var faðir Teits,
föður Gissurar hvíta. Gissur hvíti og Hallbjörn Oddsson em
því þremenningar að frændsemi. Oddur á Kiðjabergi, faðir
Hallbjamar, er í Njálu nefndur meðal höfðingja þeirra, sem
vom með Gissuri hvíta á alþingi við eftirmál Otkels í Kirkju-
bæ, sem í Njálu er talinn bróðursonur hans, en í Landnámu
bróðir hans.
Þeir Mosfellingar höfðu fomstu fyrir Árnesingum, og Ár-
nesingum virðist hafa veitzt erfitt um skeið að halda uppi
fullum sóma í viðskiptum við Rangæinga. Svo virðist sem
gmnnt hafi verið á því góða milli höfðingja þessara héraða
öldum saman. Þegar Björn Þorvaldsson frá Hmna fluttist að
Breiðabólstað í Fljótshlíð eftir fall tengdaföður síns, Orms
Jónssonar frá Odda, Loftssonar, þá kom þegar til deilna við
Loft Pálsson biskups, Jónssonar, Loftssonar, og segir Sturl-
unga svo í því sambandi: „Það var og mikil undirrót um
missætti þeirra Bjamar og Lofts, að Oddaverjum þótti þungt,
að Haukdælir hæfist þar til ríkis austan ár“. Þeirri deilu
lauk á þann veg, að Oddaverjar gerðu aðför að Bimi og
drápu hann. Það má líta á það sem úrslit deilnanna milli
þessara ætta, þegar Gissur Þorvaldsson, bróðir Bjarnar, tek-
ur af lífi Þórð Andrésson, Sæmundssonar í Odda. En sagan
rnn afdrif Bjarnar minnir óneitanlega nokkuð á frásögn