Skírnir - 01.01.1951, Síða 141
Skírnir
Snæbjörn galti
135
Njálu um afdrif annars manns af sömu ætt, sem þá var
etki kennd við Haukdæli, heldur Mosfellinga, Otkels í Kirkju-
bæ. Víg Otkels verður að teljast sannsögulegur atburður, en
vafasamara um sannindi ástæðna þeirra, sem Njála telur fyr-
ir deilum þeirra Otkels og Gunnars á Hlíðarenda. Væii ekki
fjarri að ætla, að þá hafi eins verið ástatt og síðar, að höfð-
ingjum Rangæinga þætti þungt, að höfðingjaættir Ámesinga
hæfist til valda austan ár. Og frásögn Njálu um eftirmál
Otkels lýsa vanmætti Mosfellinga gagnvart Rangæingum.
Varnir fundust í sókn Geirs goða, tóku Mosfellingar þann
kost að sættast á víg Otkels gegn fjársektum einum saman,
en þar lagðist lítið fyrir um eftirmál svo ættmikils höfðingja,
sem drepinn hafði verið fyrir ekki stærri sakir en sagan
greinir. Er augljós tilfinningin fyrir ekki nægum hðskosti í
svari Gissurar hvíta, sem er fyrir þeim ættmönnum, þegar
hann er kvaddur tillagna um málið. Hann segir: „Svo lízt
mér, sem rammar skorður muni þurfa við að voru máli;
má það sjá, að nærri standa vinir Gunnars, og mun sá verða
málahlutur vor heztur, að góðir menn geri um, ef Gunnar
vill það.“
Nú má vel geta þess til, að tilfinning Mosfellinga fyrir
liðsskorti hafi ekki eingöngu verið sökum þeirrar fylkingar,
þar sem synir Njáls og Sigfússynir gengu með Gunnari og
„mælt var, að enginn flokkur mundi jafnharðsnúinn þeim“,
eins og Njála kemst að orði. Meðal vina Gunnars, sem Gissur
sér nær standa, eru mágar hans, Höskuldur og Hrútur. Rangæ-
ingar höfðu aflað sér styrks með mægðmn við höfðingja ann-
arra héraða. Það var eitt frumskilyrði þess að verða ekki fót-
um troðinn í valdakeppni höfðingja þeirra tíma. Það verður
því að teljast mjög líklegt, að hjúskapur þeirra Hallhjamar
og Hallgerðar hafi átt rætur að rekja til þess, að með honum
hafi tveir höfðingjar, sem báðir þóttust styrks við þurfa, verið
að treysta aðstöðu sína á valdasviðinu. Skulum við nú virða
fyrir okkur þennan bandamann, sem Mosfellingar velja sér
með þessu örlagaríka kvonfangi.