Skírnir - 01.01.1951, Side 143
Skírnir
Snœbjörn galti
137
nokkru héraði öðru nema þingi Mosfellinga sjálfra, fljótlegt
að koma boðum og liðsafla milli héraðanna, ef á þurfti að
halda. Þó var annað, sem enn meira var um vert: Tungu-
Oddur átti engan son til að taka við mannaforráðum eftir
hann. Þóroddur, sonur hans, dó ungur að aldri, og Þorvaldur,
sem dæmdur var til útlegðar eftir hrennu Blund-Ketils, var
leiddur upp á Skotland og þjáður þar. Þau Hallbjörn og
Hallgerður voru fyrsta vetur á Breiðabólstað. Var ekki svo
til ætlazt, að þau settust þar að og Hallbjöm tæki við manna-
forráðum Odds? Annar mestur höfðingi var Þorsteinn Egils-
son að Borg, mikill höfðingi og friðsamur, giftur Jófríði Gunn-
arsdóttur, sem Þóroddur Tungu-Oddsson hafði áður átt. Það
máttu því heita góðar horfur á, að með þessu kvonfangi tæk-
ist Mosfellingum að efla ríki sitt á æskilegan hátt.
Höfum við þá litið á hinar félagslegu orsakir þessa hjú-
skapar. Þá er að leita hinna sálrænu þráða, sem valda hin-
um stórbrotnu örlögum hjúskaparsögunnar.
IV.
„Þau vom með Oddi inn fyrsta vetur; þar var Snæbjöm
galti. Óástúðlegt var með þeim hjónum“, segir Landnáma.
Fá orð mikillar merkingar. Vera Snæbjarnar galta á Breiða-
bólstað er í fjóram orðum sett inn í atburðarás, þar sem
hans er ekki að öðm getið, þar til kemur að úrslitastundinni
í sambúð þeirra hjónanna. Vera hans þar er fleygur inn í
frásögnina, eins og hann er fleygurinn, sem rýfur sambúð-
ina. Ég fer ekki fleiri orðum um líkurnar til þess, að ör-
lagahnútur ■ sögunnar sé ástir milli Snæbjarnar og Hall-
gerðar.
En þá er næst að leita ástæðna fyrir því, að þau fá ekki
að njótast.
Nú mætti svo virðast, að beinast lægi við að leita ástæð-
unnar í þeirri staðreynd, að Snæbjöm er án allra manna-
forráða. Snæbjörn átti að sönnu til merkra að telja. Snæbjörn,
föðurfaðir hans, var sonur Eyvindar austmanns og var einn
í tölu landnámsmanna. En afkomendur hans koma ekki
við sögu sem valdamenn. Snæbjöm galti er alinn upp í fjar-