Skírnir - 01.01.1951, Page 144
138
Gunnar Benediktsson
Skímir
lægu héraði, og þangað flyzt móðir hans í nágrenni við
Tungu-Odd, sem er systursonur hennar, ef ekki á náðir hans.
Með tengdum við Snæhjöm var því ekki neins styrks að
vænta fyrir Odd.
Þetta eitt gæti verið fullgild skýring á því, að Oddur ann
Snæbirni, frænda sínum, ekki ráðahags við dóttur sína, hvað
sem hennar vilja leið í þeim efnum, og því síður, er svo
glæsilegt gjaforð bauðst sem einn af Mosfellingum í Ámess-
þingi. En það em ýmis atriði í þessari stuttaralegu frá-
sögn Landnámu, sem vekja gmn um, að eitthvað meira fel-
ist að baki. Hví þohr Oddur Snæbjörn á heimilinu og gefur
honum á þann hátt tækifæri til að leggja í rústir fyrir-
ætlanir hans? Hví flýja þeir háðir af heimilinu, Oddur og
Snæbjörn, þegar að hinni miklu stundu kemur, er Hallbjörn
flyzt burtu með konu sína? Og hvemig verður það skýrt
sálfræðilega, að Oddur gerir Snæbirni boð um eftirreið eftir
Hallbimi, hafi þeir staðið á öndverðum meiði um undir-
stöðuatriði þessa mikla harmleiks? f einni af kvöldræðum
sínum í Kennaraskólamun víkur séra Magnús Helgason að
þessu atriði og skýrir það á þá leið, að Oddur hafi fundið,
að hann hafi gert glappaskot, er hann þröngvaði dóttur sinni,
gengur í milh, eins og hann getur, er þungt í skapi, þegar
Hallbjöm ætlar burt með konu sína, þorir ekki að vera heima,
treystir sér ekki að þröngva dóttur sinni frekar, en getur ekki
verið andvígur Hallbirni. Þessi skýring lægi beint við, ef um
nútímaaðstæður væri að ræða, en margir munu mér sam-
mála um, að eigi hún að geta staðizt, þá þurfi að afla sér-
stakra raka fyrir því, að hér hafi verið um að ræða óvenju-
legar siðahugmyndir, miðað við þann tíma, og sögupersón-
ur, sem fslendingasögur kynna yfirleitt.
Og þegar nánara er athugaður uppmni þeirra frænda,
Snæbjamar og Tungu-Odds, þá kemur í ljós nánara sam-
band við kristinn sið en venjulegt er um aðalpersónur
íslendingasagna. Föðurfaðir Snæbjamar er landnáms-
maður við fsafjarðardjúp, Snæbjöm Eyvindarson austmanns,
bróðir Helga magra, landnámsmanns í Eyjafirði. Eyvind-
ur, faðir þeirra, fór frá Noregi til írlands, kvæntist þar