Skírnir - 01.01.1951, Síða 145
Skímir
Snæbjörn galti
139
irskri konungsdóttur, og hefur hann þá orðið að semja sig
að írskum háttum og þar með kristinni trú, að hve miklu
leyti sem hann hefur tileinkað sér hana að hugmyndmn til.
Helgi, sonur hans, var blandinn í trú, „trúði á Krist“, segir
Landnáma, og hét bæ sinn til hans nafns, „en hét á Þór
til sjófara og harðræða“. Frá uppeldinu í Suðureyjum, þar
sem hann var sveltur svo, að hann hlaut viðumefnið „magri“,
hefur hann hlotið sína kristnu trú. Hins vegar verður ekki
sagt, hvort heit hans á Þór til harðræðanna er til komið
fyrir áhrif austmannsins, föður hans, eða kynni við aðra
norræna menn fyrir vestan haf og síðar á íslandi. Um bróð-
ur hans, Snæbjörn landnámsmann við Isaf jarðardjúp, er ekk-
ert það sagt, er af verði ráðið um trú hans, en gera verður
ráð fyrir því, að uppeldi hans hafi fyrst og fremst mótazt
af áhrifum kristins umhverfis á írlandi. Ekki er þess getið,
að honum hafi verið komið í fóstur, heldur hafi hann alizt
upp með kristinni móður sinni, mótazt frá barnæsku af
kristnum sjónarmiðum hennar, sem síðar ganga að einhverju
leyti í arf til niðja hans um næstu ættliði, þótt í heiðnu
umhverfi væri.
En fleira kemur enn til greina um kristinn uppruna Snæ-
bjamar galta og þá mn leið Tungu-Odds, en þeir vom systra-
synir. Mæður þeirra eru dætur Þormóðs Bresasonar, er nam
Akranes ásamt Katli, bróður sínum. Þeir vom írskir, og það
fóm sögur af ströngu kristnihaldi þeirra ættmanna um þrjá
ættliði. Sonur Ketils Bresasonar var Jömndur hinn kristni.
Kristnihald hans var ekki endasleppara en það, að hann gerð-
ist einsetumaður í elli sinni. Eðna hét dóttir Ketils. Hún var
gift á írlandi. Hennar sonur var Ásólfur alskik, sem fluttist
hingað til lands og mestar helgisagnir hafa varðveitzt um
allra kristinna manna á Islandi til daga Þorláks biskups helga.
Undir Eyjafjöllum fylltist hver spræna fiski, þar sem Ásólf-
ur reisti skála sinn í grennd. Hann gerðist og einsetumaður
í elli sinni, og þegar kristni hafði verið lögtekin á Islandi
og hann legið í gröf sinni áratugi, þá gerir hann vart við
sig í draumum og linnir ekki látum, fyrr en bein hans hafa
verið flutt í vígðan reit, og viðnum í kirkjuna, sem á að reisa