Skírnir - 01.01.1951, Síða 146
140
Gunnar Benediktsson
Skírnir
á jörð hans, skilar hann heilu og höldnu á Kirkjusand að
Hólmi, þegar skipstjórinn hafði séð það vænst að varpa hon-
um fyrir borð.
Það verður að teljast ósennilegt, að nánustu frændkonur
þessara heilögu manna hafi ekki mótað sonu sína í anda
hins kristna siðar. Það eru líka ýmis atriði í sögunni, sem
verða skýrari og eðlilegri, þegar maður virðir þau fyrir sér
frá því sjónarmiði, að hér sé um að ræða kristið fólk í heiðnu
samfélagi. Snæbjöm er sonarsonur landnámsmanns. En föður
hans er ekki að neinu getið og ekki neinna ættingja í land-
námi forföðurins. Afkomenda kristnu landnámsmannanna á
Akranesi er ekki heldur getið í sambandi við mannaforráð
í sínu héraði, nema Tungu-Odds. Nú er það sízt að undra,
þótt hinum kristnu landnámsmönnum væri öðmm erfiðara
um valdaaðstöðu, meðan land var heiðið, og ekki aðeins fyrir
þá sök, að þeir hafi haft á sér andúð annarra héraðshúa sök-
um trúar sinnar, heldur hefur einnig hið kristna hugarþel
verið veikara i samkeppninni við hið heiðna í baráttunni
um völd og önnur veraldleg gæði. Helgi magri er sá eini
kristinna landnámsmanna, sem arfleiðir afkomendur sína að
aðstöðu til mannaforráða, og mætti ætla, að blendni hans
í trúnni hafi legið þar til grundvallar að verulegu leyti.
Hvíti Kristur var engin stríðshetja á þeirri tíð, og ekki er
ólíklegt, að valdastreitan í Eyjafirði hafi verið meðal þeirra
harðræða, sem gáfu tilefni til að leita á náðir Ása-Þórs. Það
liggur beint við að gera ráð fyrir því, að móðir Snæbjarnar
galta hafi beint eða óbeint verið flæmd í burt úr landnámi
Snæbjamar Eyvindarsonar, tengdaföður síns. Um afdrif manns
hennar, Hólmsteins, er hvergi getið, en líklegast er að gera
ráð fyrir, að hann hafi dáið ungur, ef til vill veginn til
landa, og Kjalvör, ekkja hans, þá ekki séð sér fært að ílend-
ast vestur þar, heldur flyzt hún í nágrenni við kristna
frændur í Borgarfirði, sezt að í Reykholtsdal, á næsta bæ
við Tungu-Odd, systurson sinn, og kemur syni sínum í fóstur
þar í héraðinu. Svo virðist sem sunnan Hvítár í Borgarfirði,
allt suður um Akranes, hafi verið nokkurs konar kristin ný-
lenda frá landnámstíð og Tungu-Oddur höfðingi hennar á