Skírnir - 01.01.1951, Síða 147
Skímir
Snæbjörn galti
141
þeim tíma, sem hér um ræðir. Akranes og nágrenni þess er
byggt arftökum þeirra Bresasona. Kalman, suðreyskur að
ætt, nam Geitland og Kalmanstungu, og örlygur gamli, fóstri
hins helga Patreks hiskups í Suðureyjum, kvæntist öðru sinni
dóttur Þormóðs Bresasonar, og afkomandi hans frá hinu fyrra
hjónabandi var Torfi Valbrandsson, er gerði félagsbú við
Tungu-Odd og kvæntist Þóroddu, systur hans. Eru hér komin
allmörg dæmi þess, hve algengt hefur verið, að hinar kristnu
ættir tengdust, og bendir til þess, að þær hafi að einhverju
leyti verið eins og heimur fyrir sig.
Þegar á þetta er litið, hve miklar líkur eru til þess, að þeir
Snæbjörn og Tungu-Oddur hafi verið aldir upp við kristnar
hugmyndir og rótgrónar venjur hinnar háþroskuðu kristni írsku
kirkjunnar, sem eru mjög í andstöðu við hinar heiðnu, þá
fara ýmis atriði sögunnar að skýrast betur. Skyldleiki þeirra
Snæbjarnar og Hallgerðar, að öðrum og þriðja, varnar þeim
hjúskapar að sið írskrar kristni. Hvað sem tilfinningum þeirra
leið, þá gat hjúskapur þeirra í milli vart komið til umræðu
innan fjölskyldunnar, en hins vegar mundi vitundin um
skort á meinbugum út frá ríkjandi venjum í þjóðfélaginu
hafa gert unga fólkinu málið heitara og ástríðuþrungnara.
Snæbjörn er heimagangur á heimilinu fyrr og síðar, bróðir
systranna í augum Odds og annarra heimamanna, ef til vill
trúnaðarvinur Hallgerðar frá barnæsku og því nánari, því
djúpstæðari vandamál sem henni bar að höndum. Þá fer líka
að liggja beinna við skýringin um sálarstríð Odds, barátta
milli kristinna og heiðinna sjónarmiða, efi fyrir áhrif heið-
ins umhverfis um vandamál, sem kristinn siður taldi ekki
um ræðandi, ástir milli svo náinna frændsystkina. Hann
verður óákveðinn á úrslitastundu og veikur gagnvart ofsa-
fengnum ástríðum dóttur sinnar. Snæbjöm verður einnig
ljósari og skiljanlegri. Framkoma hans er hvergi djörf og
hetjuleg í samræmi við heiðnar kröfur, hann berst ekki fyrir
ást sína, hin kristna vitund um blóðböndin er honum fjötur
um fót, hann hefnir ættkonu sinnar samkvæmt heiðnum
skyldum og endar líf sitt á eirulausum flótta frá uppruna
sínum, myrtur af mönnum sjálfs sin.