Skírnir - 01.01.1951, Side 148
142
Gunnar Benediktsson
Skímir
V.
Ég hef rætt þessa sögu, eins og hún liggur fyrir, en enga
afstöðu tekið til þess, að hve miklu leyti um sanna viðburði
muni að ræða. En hvað sem sannsögulegu gildi einstakra at-
burða líður, þá er hitt þungamiðja málsins, að atburðaröðin
er þess eðlis og þannig riðin, að sagan i heild er svo full-
komin uppistaða í stórfenglegt skáldverk, að á fullkomnara
verður vart kosið. Og nú vil ég fara fáeinum orðum um það,
hvernig líklegt megi teljast, að sagan sé til orðin í þessu
eina formi, sem við nú þekkjum hana í.
Sagan af Snæbimi galta á að formi til ýmsar hliðstæður
í Landnámu. Það er hlaupið stómm skrefum á sögulegri
atburðaröð utan við aðalefni hókarinnar, sem er fáorð skýrsla
um landnámið og landnámsmennina. Margar þessara frá-
sagna fáum við svo aftur í nákvæmari gerð í Islendinga-
sögunum. Mun hvort tveggja til, að sögurnar hafi verið gerð-
ar út frá Landnámu eða um tvær sjálfstæðar frásagnir er
að ræða. Þá gæti það einnig verið tíðara en gert hefur verið
ráð fyrir, að safnendur Landnámu eða eftirritarar hennar hafi
tekið upp í skýrslu sína útdrátt úr sögum, sem þeir höfðu
rekizt á í frumstæðara eða fullkomnara formi, rituðum eða
munnlegum.
Nú vill svo til, að þegar sagt er frá landnámi í Borgarfirði,
þá er ekki einu orði minnzt á Snæbjörn galta eða hjúskapar-
örlög Hallbjarnar og Hallgerðar. Þar eru að venjulegum
hætti Landnámu taldir afkomendur Krömu-Odds landnáms-
manns í nokkra ættliði, dætur Tungu-Odds nafngreindar og
getið, hverjum þær eru gefnar, og síðast talin Hallgerður,
„er Hallbjörn átti, sonur Odds frá Kiðjabergi“. Síðan ekki
eitt orð um það hjónaband. Þá er getið Kjalvarar, ekkert
nefnt, hverjum hún var gift, en nafngreind er ein dóttir
hennar, sem ættir eru síðan raktar frá. — En þegar getið er
landnáms við ísafjarðardjúp, þá fyrst kemur þessi stórbrotna
saga, sem gerist suður í Borgarfirði.
Þetta bendir í þá átt, að sagan sé vestfirzk að uppruna,
tengd minningu um mann, sem fer úr héraðinu á hams-
aldri, ef til vill flæmdur þaðan með móður sinni og syst-