Skírnir - 01.01.1951, Page 149
Skímir
Snæbjörn galti
143
kinum eftir lát föðurins, sem ekkert verður vitað um, hvem-
ig að höndum hefur borið, ef til vill drepinn til landa í sið-
ferðilegum krafti þeirrar staðreyndar, að hann er utan garðs
við viðurkennda trú og siðu. En þótt kristnu friunbyggiarnir
gætu átt erfitt uppdráttar til mannaforráða í landi hér, þá
verður þess víða vart, að þeir höfðu djúp áhrif á hina heiðnu
samhorgara sína, orkuðu sterklega á ímyndunarafl þeirra og
urðu tilefni merkilegra sagna, sem urðu þeim hugleiknar.
Við þekkjum nú engar sögur um kristna landnámsmanninn
Snæbjörn Eyvindarson, Hólmstein, son hans, og konu hans,
Kjalvöru. En þær gátu verið margar og merkilegar vestur
við Djúp á fyrstu áratugum byggðarinnar, til þeirra sagna
leggur svo nýjan safa, þegar þetta fólk er horfið úr byggðar-
laginu, ofsótt á einn eða annan hátt, og fólkið á það nú í
minningum einum saman. Og þegar fregnimar koma svo um
afdrif unga mannsins, Snæbjamar, sem myrtur er í hrakn-
ingum norður á grænlenzkum ísaslóðum, þá er harmleikur-
inn orðinn alger, þá fer hið skáldlega hugmyndaflug í al-
gleyming. Og það verður til stórbrotin saga um örlög hins
kristna manns í heiðnu samfélagi, sem er shtinn sundur í
átökum tveggja lífsskoðana. Sagan er svo stórbrotin og hríf-
andi, að ritarinn, sem ástríðulaust fetar sig áfram með lista
yfir nöfn þeirra manna, sem fyrstir höfðu reist bú á ákveðn-
um stöðum á landinu, hann getur ekki stillt sig um að setja
á bókfellið alla atburðaröð hinna stórkostlegu örlaga þeirrar
sögu, sem hann hafði heyrt um sonarson eins þessara manna,
sem fyrstur hafði orðið til að kasta eign sinni á einn hluta
hinnar löngu og brotnu strandar þessa lands. Það gleymist
ekki að segja frá því, þegar vorboðarnir gægjast niður í snjó-
skaflinn, sem hafði verið vetrarskjól skipbrotsmannanna.
Svona hugstæður er ritaranum allur atburðaþráðurinn, svona
næmlega hafði hann lifað með þessum fórnarlömbum örlag-
anna.
Mér finnst, að það geti ekki verið neinum vafa undirorp-
ið, að sá, sem ritar söguna í Landnámu, er að skrifa útdrátt
eftir minni úr stórbrotnu verki, sem hann hefur heyrt eða
lesið, sögu, sem þegar hafði hlotið fullkomið form, inntak