Skírnir - 01.01.1951, Page 151
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON:
VÍNARSÁLMAR
(Coi. Vind. 2713).
Suður í Vínarborg hefur varðveitzt handrit, mjög merkt,
af Davíðssálmum, sem komið er frá íslandi. Það var keypt
til Vínar eftir 1746 og geymt í bókhlöðu keisara. En einhvem
veginn beindist athygli manna ekki að þessu handriti, fyrr
en dr. Ellen Jörgensen fann það aftur í safnskrá í leit sinni
að dönskum handritum fomum. Var það nokkm fyrir síð-
ustu styrjöld. Skýrði hún Jakobi Benediktssyni cand. mag.
frá þessari uppgötvun, sem sýndist geta verið hin merkasta,
þar sem skráin tilgreindi, að latneski textinn væri ritaður með
hendi frá 13. öld, en íslenzk þýðing væri rituð milli lína með
hendi frá 14. öld. Jakob Benediktsson reyndi þá að fá hand-
ritið lánað til Kaupmannahafnar, en árangurslaust. Af ljós-
mynd, sem þeir Jón Helgason prófessor skoðuðu, varð hins
vegar ljóst, að handritið væri yngra og þýðingin orðrétt út-
legging latneska textans og fylgt orðaröð hans.
Haustið 1950 beindi Jakob Benediktsson athygli minni að
handriti þessu, og varð það úr, að hingað til lands var keypt
eftirmynd af handritinu fyrir milligöngu háskólabókavarðar.
Við athugun á eftirmynd þessari kom í ljós, að af hinu
upphaflega handriti em nú eftir 68 blöð, og vantar bæði
framan af, innan úr og aftan af því. Brotin taka yfir eftir-
farandi kafla Davíðssálma, og er miðað við kafla og versa-
skiptingu hinnar íslenzku Biblíu frá 1912: bl. 1—12 v. S.
17:8—27:12, bl. 13 r,—28 v. S. 38:12—57:9 og bl. 29 r,—68 v.
S. 63:11—104:6. Miðað við fjölda Davíðssálma er þá rúmlega
helmingurinn týndur. Stærð blaðanna er ca. 14,5 X 20,8 sm.
10