Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 152
146 Magnús Már Lárusson Skímir
Upphafsstafir og línufyllingar hafa verið lýstar. Á hverri síðu
eru 18 línur.
Höndin, sem ritar latneska textann, er vart eldri en frá
því á 15. öld og gæti jafnvel verið frá því um 1500. Það er
auðséð af stafagerðinni, að sá, sem ritar, hefur ekki haft fullt
vald á hinu gotneska smástafaletri. Og þær fyllingar, sem
settar eru í enda lína, eru spilltar að stíl og fremur óvand-
virknislega gerðar. Auk þess má geta þess, að hefði hand-
ritið orðið til á 13.—14. öld hér á landi, myndi önnur stafa-
gerð hafa verið ráðandi og annar stíll á línufyllingum, sem
sjá má af mörgum brotum í Landsbókasafni og Þjóðminja-
safni. Bókfellið virðist nokkuð blakkt og gæti því verið inn-
lent, þótt erfitt sé að fullyrða um það atriði án þess að
handleika það sjálft. Á þessu stigi verður því ekki sagt með
fullri vissu, að textinn latneski hafi verið ritaður hér á landi,
þótt líkur séu miklar til þess.
Og höndin, sem ritar íslenzka textann, er ekki frá 14. öld,
heldur greinilega frá því um 1500 eða fyrra hluta 16. aldar,
eins og sést af sýnishomi því, sem hér verður birt.
Einhver ónafngreindur maður á fyrra hluta 16. aldar
hefur þá gert þýðingu þessa svipaða úr garði og nú em
gerðar „týperingar“ í skólabækur. Ber þýðingin það með
sér, að hún hafi verið gerð til einkanota og með nokkmm flýti,
því að iðulega er algengustu böndum og titlum sleppt. Hins
vegar má ráða af kroti frá 17. öld, að sálmar þessir hafi ver-
ið lesnir til uppbyggingar trúarlífi. Þýðingin er þá ekki guð-
rækilegs eðlis, heldur fremur gerð til þess að auðvelda
skilninginn á hinum latneska texta og festa hann í minni.
Hins vegar má telja það nokkuð ömggt, að þýðing þessi hafi
verið gerð um 1500, þar sem engin hinna lútersku fræðiorða
koma fyrir, heldur eingöngu kaþólsk eða þá beinar þýðing-
ar úr latínu. Sumar em að vísu allankannalegar. Skal hér
tekið eitt dæmi af því tagi. S. 50:11 hljóðar á latínu svo:
Cognovi omnia volatilia cœli. 1 handritinu er þetta þýtt
þannig: Ég hefi þekkt öll flugelsi himins. Flugelsi virðist vera
búið til á stundinni, en kemur ekki fyrir í dönsku og sænsku
samtíðarmáli samkvæmt orðabókum, er því eindæmisorð.