Skírnir - 01.01.1951, Page 153
Skíniir
Vínarsálmar
147
Þess skal getið, að aftan við handritsbrotin hefur verið
bundið blað með dönskum texta frá 18. öld, þar sem lítillega
er rætt um handrit þetta og það kallað: et af de catholske
Monumenter.
Hinn latneski texti virðist í heild vera samhljóða hinum
algenga Vúlgötutexta, en augsýnilega spilltur. Á nokkrum
stöðum gætir tvítekninga. Sums staðar vantar orð í textann,
sem önnur hönd hefur bætt inn seinna, annaðhvort ofan
línu eða á spássíu. Á nokkrum stöðum hefur textinn verið
skafinn og hreinn Vúlgötutexti settur í staðinn. Því miður
hefur sá latneski texti, sem algengastur hefur verið hér á
landi, ekki verið rannsakaður, svo að ég viti, en líkur eru til
þess eftir þeim brotum, sem hér hafa varðveitzt, að hann
hafi fylgt hinum vestræna textaflokki. Vantar því enn undir-
stöðu, til þess að fullyrða megi um latneska texta handritsins.
En vegna kirkjusögunnar og menningarsögunnar er þörf á því,
að þetta mál skýrist til fulls.
Handrit þetta er hin eina meira háttar íslenzk „interlinear
glossar“-þýðing, sem mér er kunn. Þess skal þó getið, að í
Smaastykker, Kh. 1884—91, Nr. 3, er prentuð ritgerð eftir
Guðmund Þorláksson: Islandsk-latinske gloser i et kalendar-
ium i AM. 249, folio. Auk þessa er þvílík þýðing í L. Lars-
son: Áldsta Delen af Cod. 1812, 4to Gml. kgl. Sml. Og í
Antiphonarium Holense í Þjóðskjalasafni og á einu blaði í
Þjóðminjasafni eru nokkrar glósur með 16. aldar rithöndum.
Með öðrum þjóðum eru slíkar þýðingar algengar.
Handritið virðist því svo merkt, að þörf væri að birta það
í heild. Og standa vonir til þess, að það verði gert í sambandi
við aðrar kirkjusögulegar textarannsóknir.
Sú spuming gerir líka vart við sig, hvort rekja megi feril
handritsins. Á spássíum standa skrifuð ýmis mannanöfn með
16. og 17. aldar höndum auk annars krots. Á hl. 20 v. stend-
ur: Ormur Jónsson, (16. ö.). Á hl. 25 r. stendur: Einar Hjör-
leifsson e. h. (16. ö.). Á bl. 21 r. stendur: Jón minn (16. ö.).
Á bl. 45 v. stendur: Heiðarsamligum manni síra Bjama Jóns-
syni með vinsemd til skrifað Einar Hjörleifsson eigin hönd.
Á bl. 18 v. stendur: Gróa Eyjólfsdóttir með — (17. ö.) og