Skírnir - 01.01.1951, Síða 157
Skímir
Vínarsálmar
149
Asperges me, domine, isopo, et mundabor. I Vínarsálmum
hljóða þau svo: Þú skalt stökkva mig, Drottinn, með stökkli,
og ég skal hreinsast. Eru þessi orð eftirtektarverð, þar sem hér
er lýst kaþólskum kirkjusið. Presturinn stökkti vígðu vatni á
söfnuðinn með eins konar vendi, stökkli, og mælti um leið:
Asperges me, domine, isopo. Er þetta gert i líkingu við hreins-
unarsiði Gyðinga, sbr. Ex. 12:22, Lev. 14:4 og Num. 19:6. —
I Guðbrandsbiblíu eru orðin á þessa leið: Afleys þú mig með
ísópó, svo að ég hreinsist, og er þar stuðzt við þýðing Lúters:
Entsiindige mich mit Ysopen, dass ich rein werde.
Bendir þýðing eins og þessi: Þú skalt stökkva mig, Drott-
inn, með stökkli, og ég skal hreinsast, ótvírætt til uppruna í
kaþólskum sið. Orðið stökkull kemur fyrir í 4. kapítula Eyr-
byggju í lýsingunni á hofi Þórólfs Mostrarskeggs að Hofsstöð-
um: Á stallinum skyldi og standa hlautbolli og þar í hlaut-
teinn, sem stökkull væri, og skyldi þar stökkva með úr boll-
anum blóði því, er hlaut var kallað. I Stjórn kemur það og
fyrir: meður þeim sama stökkli, sem þar til skal af ýsópó
gerr vera. En orðið kemur og fyrir í áðurnefndu sænsku orða-
safni frá miðöldum: isopo = isop oc stenkil aff ysop. f
Svíþjóð hefur það sem sé komið fyrir, að latneska orðið isopo
hafi verið lagt út með stenkil: stökkull. Eftir þessu gæti hér
verið falin eindæmismerking í orðinu stökkull, þ. e. ísóp.
Orð eins og þetta gæti bent til sameiginlegrar málvenju í
guðsorðamáli um öll Norðurlönd vegna áhrifa frá klaustr-
unum.
Vínarsálmarnir eru ágætir til samanburðar við Davíðsdikt
Jóns Arasonar. Annars vegar er orðrétt útlegging hins
latneska texta, hins vegar skýringarljóð á 51. sálminum: Mis-
erere mei, Deus, sem var einn þeirra sálma, sem oftast voru
sungnir í hinum gamla sið.
Þá er Finnur Jónsson gaf Helgikvæði Jóns biskups Arasonar
út árið 1918, þá lét hann prenta neðanmáls texta Guðbrands-
biblíu að 51. sálminum til samanburðar við Davíðsdikt. Get-
ur hann þess í formálanum, að auðvitað séu engin innbyrðis
tengsl milli textanna. Hins vegar sé um mikilsverðan skyld-
leika að ræða í orðavali.