Skírnir - 01.01.1951, Page 158
150
Magnús Már Lárusson
Skímir
Þetta er rétt, enda þótt það sjáist við samanburð á texta
Guðbrandsbiblíu, að hann styðjist við þýzkan texta Lúters,
að því er heita má alls staðar nema í fyrsta versinu. Þar
fylgir hann Vúlgötutextanum latneska. f því versi hefði varla
mátt breyta hinu forna upphafi, svo að öllum þorra manna
hefði ekki fundizt hér vera römm heiðni á ferð. 1 Guðbrands-
biblíu hljóðar versið á þessa leið: Miskunna þú mér, Guð, eftir
þinni miskunnsemi, og afmá mínar syndir eftir þinni stórri
miskunnsemi. — Hér er sambland af latneska textanum og
hinum þýzka: Eftir þinni stórri miskunnsemi, segir Guðbrand-
ur orðrétt eftir Lúter: nach deiner grossen Barmherzigkeit.
1 AM 618, 4to, hljóðar versið svo: Miskunna þú mér, Guð,
eftir mikilli miskunn þinni. Og eftir mikilleik miskunnsemda
þinna afmá þú illgjörð mína. — Stendur sá texti algerlega
á latneska textanum. Hin versin í sálminum virðast þýdd úr
dönsku biblíunni 1550 með hliðsjón af latneska textanum.
f sálmabók Guðbrands eru einnig nokkrir sálmar ortir út
af 51. Davíðssálmi. Þeir halda yfirleitt Vúlgötu-upphafinu,
sennilega vegna kunnugleika almennings á þeim sálmi.
f Vínarsálmunmn hljóða orðin svo: Miskunna mér, Guð,
eftir mikilli miskunn þinni, og eftir margfeldi miskunnsemda
þinna afmá illsku mina.
En 8. erindið í Davíðsdikti hljóðar á þessa leið:
Fyrir margar mildir þínar
og miskunnsemdar náðir
oss veitandi er:
afmá þú illskur mínar ...
Líkingin við Vínarsálmana er auðsæ: eftir margfeldi
miskunnsemda þinna afmá illsku mína.
Ef vér tækjum 11. erindið í Davíðsdikti, þá hefst það svo:
Almáttugum þér einum
eg hefi gjört á móti
marga og mikla synd.
Vínarsálmamir segja: Þér einum hef ég syndgazt og illa
fyrir þér gjört, en Guðbrandsbiblía segir: Þér einum hef ég
á móti brotið og illa breytt fyrir þér.