Skírnir - 01.01.1951, Page 159
Skímir
Vínarsálmar
151
1 sama erindi í Davíðsdikti segir og:
Þitt réttlætið ræður þinar sæmir,
ráð og valdið vizkur með sér tæmir,
kraftur drottins kærleiksnáðum næmir,
konst réð vinna, því hann í miskunn dæmir.
Vínarsálmarnir segja: að þú réttlætir í ræðum þínum og
vinnur, nær þú dæmir.
Þar fylgir Guðbrandsbiblía Lúter: svo að þú haldir réttu í
þínum orðum og hrein verðir, nær eð þú dæmist. Finnur
Jónsson gerði hálft í hvoru ráð fyrir, að dæmist væri prent-
villa fyrir dæmir. Það er ekki, heldur bein afleiðing af hinu
þýzka frumriti: auf dass du Recht behaltest in deinen Worten,
und rein bleibest, wenn du gerichtet wirst.
Skapa þú skýrligt hjarta
með skilnings nýjan anda
í mína brjóstsins byggð,
segir í 17. erindi Davíðsdikts.
Þar segja Vínarsálmamir: Hjarta hreint skapa í mér, Guð,
og anda réttan endumýja í iðmm mínum.
En í Guðbrandsbiblíu segir: Hreint hjarta skapa þú, Guð,
í mér, og gef mér einn nýjan stöðugan anda. Og er Lúter þar
aftur á ferðinni: und gib mir einen neuen gewissen Geist.
1 26. erindi Davíðsdikts segir:
altari drottins auðmjúkt mannsins hjarta
upp setjandi tólf trúarinnar parta,
þá má kalla kærleiks-kálfa bjarta,
klárt eyðandi saurgun synda parta.
Þá segja Vínarsálmamir: þá þeir setji yfir altari þitt kálfa.
Guðbrandsbiblía segir: þá munu þeir uxum offra yfir þínu
altari. Er þar aftur texti Lúters, sem ræður þýðingunni.
Að lokum skal aðeins tekið eitt dæmi enn úr 24. erindinu
í Davíðsdikti:
ei fyrirlítur þú angrað mannsins hjarta.
Þá segja Vínarsáhnamir: Hjarta hryggt og lítillátt munt
þú, Guð, eigi forsmá.