Skírnir - 01.01.1951, Page 160
152
Magnús Már Lárusson
Skímir
Þar segir Guðbrandsbiblía: eitt harmþrungið og sundur-
kramið hjarta, það muntu, Guð, ekki fyrirlíta.
1 þýðingunni 1912 er þetta þýtt svo: sundurmarið og sund-
urkramið hjarta munt þú, ó Guð, eigi fyrirlíta.
1 þessu versi sálmsins kemur sjálfur trúarkjarninn fram.
En er hann ekki betur útlagður í Vínarsálmunum og af Jóni
Arasyni? Hinar orðréttu þýðingar hafa auðvitað sitt gildi,
en sjálfur kýs ég hinar fomu þýðingar, sem styðjast við
Vúlgötutextann. Þær em ekki orðréttar frekar en Vúlgötu-
textinn, en andi textans hefur verið settur fram á þann hátt,
sem betur samlagast vestrænu viðhorfi. Samanber t. d. þetta
sama vers úr Stokkhólms hómilíubók: Fóm er Guði píndr andi.
Sú líking, sem er með Vínarsálmunum og Davíðsdikti, staf-
ar auðvitað af því, að stuðzt er við sama rit, hinn latneska
texta, og orðavalið er mnnið frá sömu venju og hefð, sem
kann að hafa mótazt í einum og sama skóla, klausturskólan-
um að Munkaþverá eða dómkirkjuskólanum að Hólum.
Að lokum skal 51. sálmurinn birtur annars vegar eins og
hann er í Vínarsálmunum, hins vegar eins og hann er í
AM 618, 4to:
Vínarsálmar:
Miskunna mér, Guð, eftir mikilli miskunn þinni, og eftir
margfeldi miskunnsemda þinna afmá illsku mína.
Framar þvo mig af illsku minni, og af synd minni hreinsa
mig. Fyrir því illsku mína ég kenni, og synd mín á móti mér
er jafnan. Þér einum hef ég syndgazt og illa fyrir þér gjört,
að þú réttlætir í ræðum þínum og vinnur, nær þú dæmir.
Sjá, sannliga í illskum getinn em ég, og í syndum hefur getið
mig móðir mín. Sjá, sannliga sannleik hefur elskað. Myrkva
hluti og leynda speki þína auðsýndir mér. Þú skalt stökkva mig,
Drottinn, með stökkh, og ég skal hreinsast. Þú skalt þvo mig,
og ég yfir snjó skal verða hvítur. Heym mín skal gefa fögn-
uð og gleði, og skulu fagna bein lítillát. Burt snú ásjónu þinni
af syndum minum, og allar illskur mínar afmá. Hjarta hreint
skapa í mér, Guð, og anda réttan endumýja í iðmm mínum.
Eigi burt kast mér af ásjónu þinni, og anda helgan eigi burt