Skírnir - 01.01.1951, Page 161
Skímir
Vmarsálmar
153
ber af mér. Þú galzt mér gleði heilsu þinnar og anda höfð-
ingligum staðfesti mig. Ég skal læra illgjama menn vegu
þína, og ómildir til þín skulu snúast. Frelsa mig af blóðskuld-
um, Guð heilsu minnar, og skal fagna tunga mín réttlæti
þitt. Drottinn, varir mínar þú uppljúk, og munnur minn boði
lof þitt. Fyrir þvi, ef þú hefur viljað offur, ég hefða gefið
sannliga. Offrum þú ei skalt gleðjast. Fórn Guði andi kvald-
ur er. Hjarta hryggt og lítillátt munt þú, Guð, eigi forsmá.
Góðgjamliga gjör í góðum viljum þínum Síon höfuðborgar,
og upp bygg múr og veggi Síon höfuðborgar. Þá þú skalt með-
taka fórn, réttlætis offur og fórn, þá þeir setji yfir altari
þitt kálfa.
Af þessu sýnishomi sést, hversu þýðingin er úr garði gerð.
Auk þess má sjá helztu textaafbrigði með samanburði við
Vúlgötu.
Handritið AM 618, 4to, að Davíðssálmum, er stórmerkilegt
fyrir margra hluta sakir. Það er frá seinni hluta 12. aldar,
ritað í tveimur dálkrnn á latínu og fomfrönsku. Hefur það í
upphafi verið ætlað til tíðalestra. Skipting sálmanna ber það
með sér. Þar að auki em enn nokkrir „kantiklanna“ úr Gamla
testamentinu aftan við. Nokkur blöð vantar þó. Á seinna hluta
16. aldar hefur dálkurinn með franska textanum verið skaf-
inn og settur í staðinn íslenzkur texti Davíðssálma, sem
styðst ekki við latneska textann nema að óverulegu leyti.
Aftast stendur svo: Endaður í Hmna af Gunnlaugi Jónssyni
þann 5. dag martii anno domini 1586. Laus deo. (Þ. e. a. s.:
Guði sé dýrðin). Eins og áður var getið, virðast þessir ís-
lenzku sálmar aðallega styðjast við danskan texta, enda hef-
ur einhver hneykslaður lesandi nálægt lokum 16. aldar párað
á spássíu bl. 42 r.: mjög hefur hér mnnið í fyrir þér, Laugi
minn. Sennilega hefur hann kannazt við texta Guðbrands-
biblíu og ekki áttað sig á tilbrigðum síra Gunnlaugs. Skal nú
settur 51. sálmurinn sem sýnishorn þeirrar þýðingar, þar sem
ekkert af henni hefur enn verið birt:
Miskunna þú mér, Guð, eftir mikilli miskunn þinni. Og
eftir mikilleik miskunnsemda þinna afmá þú illgjörð mína.