Skírnir - 01.01.1951, Qupperneq 162
154
Magnús Már Lárusson
Skírnir
Þvo þú mig vel út af illgjörð minni, og hreinsa mig út af
synd minni. Því að ég meðkenni mína misgjörð, og mín synd
er jafnan fyrir þér. Þér einum hef ég á móti brotið og illa
breytt fyrir þér, svo að þú réttferðugur sért í þínum orðum og
Hnfundinn verður, nær eð þú dæmir. Sjá þú, út af syndsam-
legu sæði er ég getinn, og í synd meðtók mig mín móðir. Sjá,
þú elskar sannleikann, sem hulinn liggur. Þú lætur mig vita
þann heimuglega vísdóm. Afleys mig með ýsópó, svo að ég
hreinsist. Þvo þú mig, svo að ég snjóhvítur verði. Láttu mig
fá að heyra fögnuð og gleði, svo að þau beinin glaðvær verði,
sem þú hefur svo í sundur kramið. Burt snú þínu andliti frá
mínum syndrnn, og afmá þú allar mínar misgjörðir. Hreint
hjarta skapa þú, Guð, í mér og gef mér sannarlegan anda.
Hrek mig ekki burt frá þínu augliti og tak ekki þinn heilagan
anda frá mér. Láttu mig fá aftur huggun þíns hjálpræðis,
sá mektar andi styrki mig. Ómildum vil ég kenna þína vegu,
svo þeir hinir ranglátu snúist til þín. Frelsa mig ífrá blóð-
skemmdum, Guð, þú, sem ert minn Guð og hjálpari, svo
það mín tunga lofi þína réttvísi. Drottinn, opnaðu mínar var-
ir, svo það minn munnur kunngjöri þitt lof. Því að þú hefur
ekki neina vild til offurs. Annars þá munda ég gefa þér það,
og brennioffrið þóknast þér ekki. Það helgioffur, sem Guði er
þakknæmt, er sorgfullur andi, eitt harmþrungið og sundur-
kramið hjarta. Það mun Guð ekki fyrirlíta. Gjör þú vel við
Síon eftir þinni góðfýsi. Upp bygg þú múrveggina til Jerú-
salem. Þá mun þér þóknast helgioffrið réttlætisins, brenni-
offrið og allar fórnir. Þá munu þeir uxum offra til þíns altaris.
Eru frávik frá þýðingu Guðbrands þó nokkur í þessum
sálmi, enda virðist orðalag frekar benda til miðbiks aldarinn-
ar. Ef til vill má gera sér í hugarlund, að hér sé þýðing Odds
Gottskálkssonar komin í leitimar. Virðist Guðbrandur hafa
beitt sömu vægu tökum við breytingamar í endurskoðun sinni
og hann gerir við Síraksbókarþýðingu Gizurar Einarssonar,
enda em breytingamar nálega þær sömu. Geta menn kynnt
sér það hér heima, þar sem komið hefur í ljós, að tvö brot úr