Skírnir - 01.01.1951, Side 164
ÁRNI BÖÐVARSSON:
ÞÁTTUR UM MÁLFRÆÐISTÖRF
EGGERTS ÓLAFSSONAR
Einn er sá akur íslenzkra fræða, er lítt hefur enn verið
yrktur, en það er málssaga síðari alda, einkum hljóðsagan.
Veldur þar margt um, ef til vill helzt það, að af ritmáli einu
saman verður síður ráðið um framburðinn en beygingasög-
una. Þó er á ýmsum stöðum unnt að fá dreifðar upplýsingar
um einstök atriði auk rimskorðaðra orða og orðmynda, sem
verða alltaf órækustu sannanimar, þegar dæmum hefur ver-
ið safnað. Síðan verða málfræðingarnir að fylla í eyðurnar.
Hér verða raktar þær bendingar um þetta efni, sem
finna má í ritum Eggerts Clafssonar (1726—-1768). Efni
til ritgerðarinnar hefur verið tínt saman úr þremur ritum:
1 fyrsta lagi Réttritabók hans svo kallaðri, og þá að sjálf-
sögðu hyggt á eiginhandarriti hans í handritasafni Lands-
bókasafns (Lbs. 2003, 4to), sem enn hefur ekki verið gefið
út, en það mun vera fyllsta handrit þessa rits og er raunar
frumrit höfundar. — f öðm lagi var farið yfir handritið
J.S. 59, 8vo, sem er útdráttur úr Réttritabókinni, gerður af
Eggert sjálfum og gefinn Bjarna Pálssyni landlækni 1763
(sbr. tileinkun á fremsta blaði handritsins). Nokkur atriði
voru þaðan tekin, þegar þurfa þótti. f það handrit vantar
nokkur blöð, og var þar leitað til eftirrits þess í J.S. 60, 8vo.
— í þriðja lagi hafa verið athugaðir í ferðabókinni þeir stað-
ir, sem registrin gáfu tilefni til. Er vitnað til greina í henni,
svo að tilvitnanimar gilda bæði við fyrstu útgáfuna (Sórey,
1772) og íslenzku þýðinguna (Reykjavík, 1943). Að sjálf-
sögðu hefur þó alls staðar verið farið eftir frumtextanum.
Tilvitnanir allar, sem orðréttar em, em hafðar innan til-
vitnunarmerkja. Stafsetning er færð til nútímaritháttar, en