Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 165
Skírnir
Þáttur um málfræðistörf Eggerts Ölafssonar
157
orðmyndir óbreyttar. 1 dæmunum, sem Eggert tekur sjálfur
og hér eru tekin upp, er þó haldið stafsetningu hans óbreyttri,
nema hvað notkun stórs og lítils stafs í upphafi orðs er sam-
ræmd og í stað o með lykkju yfir prentað ö. — Sbr. og aths.
aftan við ritgerð þessa.
Heimildimar eru skammstafaðar þannig: 2003 = Lbs.
2003, 4to; 59 = J.S. 59, 8vo; 60 = J.S. 60, 8vo; FerSab.
= ferðabókin.
Það er utan verksviðs þessarar ritsmíðar að lýsa stefnu
Eggerts Ólafssonar í stafsetningarmálum1), nema að því leyti
sem ummæli hans um þau kunna að geta varpað ljósi yfir
eitthvert atriði málssögunnar. Fyrst skal getið þeirra bend-
inga, er Eggert gefur um beygingasögu málsins, — án tillits
til þess, hvort þau atriði hafi verið mönnum áður kunn eða
ekki, — og síðan verða raktir vitnisburðir hans um einstök
hljóð. Þó er rétt að benda á það, að auðvitað miðar Eggert
allt sitt mál við stafsetninguna, svo sem allir málfræðingar
gerðu á miðöldum og allt fram á síðustu öld. I augum þeirra
var stafsetningin uppspretta framburðarins, og þeir töluðu
að jafnaði um, að bókstafirnir væru bornir fram svo eða svo,
en ekki, að hljóðin væru táknuð þessum og þessum stöfum.
Hér mun vera rétt að skjóta því inn í, þeim til athugunar,
er kynnu að vilja telja Eggert ótraust vitni um hljóð máls-
ins, að hjá honum kemur fram engu minni glöggskyggni
á hljóðfræðileg fyrirbæri en höfundur fyrstu málfræðiritgerð-
arinnar hefur að makleikum orðið frægur fyrir. Þessu til
sönnunar skal dæmi tekið úr kaflanum um m. Þar ræðir
hann nokkuð skyldleika hljóða — eða stafa, eins og hann
orðar það, —- og segir m. a.:
„ .. . . þessir samhljóðendur eru skyldir og skiptast um sín
í millum: fyrst b og p, þá b og v og f, en / er m nákomið,
so sem í helmíngur, helfíngur; hálfur, hálvur, hálbur.“ (2003,
143. bls.)
Einnig gerir hann grein fyrir uppruna ruglingsins á rn
og nn í orðum eins og sveinn, gjarn, og standa skýringar
1) Um það efni skal vísað til rits Vilhjálms Þ. Gíslasonar: Eggert Ól-
afsson, Rvik 1926.