Skírnir - 01.01.1951, Page 166
158
Árni Böðvarsson
Skímir
hans ekki að baki málssöguskýringum lærðra málfræðinga
nútímans.
Annars staðar ræðir Eggert um það afbrigði gómhljóðs-
ins g, sem er á undan sérhljóðum, er voru frammælt að
fornu (í, i, e, œ), og nefnist framgómmælt (palatalt). Auð-
séð er af ummælum hans, að hann hefur gert sér tiltölulega
mjög glögga grein fyrir eðli þessa hljóðs, en almenningi
hættir mjög til að telja það tvö hjóð, gj, vegna þess að ekk-
ert sérstakt tákn er til fyrir það í stafsetningu.1) Eggert segir
um það m. a., þegar hann hefur rætt um, hvort rita skuli j
inni í orðum eins og latínumenn geri í cujus, ejus:
„Vér þurfum ei þessa máta, og því verður hann ei annað
en fordild. Já, víða verður ie, i, e sami stafur2) og viðbland-
ast oftlega samhljóðendur, so sem l og g. So eg kann ei fjar-
lægt kalla, þó nokkur ritaði sylga fyrir sylgia, að vér fylgum
fyrir fylgium. Þó er hitt bæði náttúrlegra og skýrara að úr-
fella ekki i.“ (2003, 129. bls.)
Þó skýzt honum að sjálfsögðu stundum, einkum í orðsifja-
fræði (etymologi), enda fóru málfræðingar samtímans hin-
ar furðulegustu leiðir við að rekja uppruna orðarina. Stund-
um leiðir mislestur fornra handrita hann á villigötur, og í
reglunum um o segir hann m. a.:
„o höfum vér nú víða, hvar fyrri menn rituðu a og fram-
fluttu ao ellegar o, til dæmis hollur, hallur, .... von, van“
Og enn segir hann: „Við ó með aa voru og eru óreglulegri
umskipti. Vér tölum nú sums staðar á, hvar þeir töluðu ó,
og stundum o, hvar þeir höfðu á.“ (2003, 171. og 172. bls.)
Til dæmis um þetta atriði tekur Eggert orð eins og skugg-
sió og váru. Auðsjáanlega á hann hér við upphljóðvarpið
af á, þ. e. q, er hann hefur lesið í handritum sem ó, enda
var það oft táknað í handritunum með sömu stöfum.
Um hinn foma framburð á æ segir Eggert, að hann hafi
oft verið e og sjáist það „af fornum skáldskap og variis lec-
1) Sama máli gegnir auðvitað um k í þessari stöðu, þótt Eggert taki
Jiað ekkert til athugunar.
2) Hér merkir stafur sama og hljó3.