Skírnir - 01.01.1951, Side 167
Skírnir
Þáttur um málfræðistörf Eggerts Ölafssonar
159
tionibus.“ Þó verður ekki með vissu úr því skorið, hvort
Eggert hefur sjálfur dregið þessa réttu ályktun eða fengið
vitneskju sína annars staðar að, t. d. haft svipaðar fregnir
af framburði austanlands og Árni Magnússon hafði á sín-
um tíma.1) Eggert gerir allgóða grein fyrir mismunandi
uppruna æ og œ í fornmálinu.
Af þessu, sem hér hefur verið rakið um athugagreinar
Eggerts, má ljóst vera, að það er ekki unnt að ganga þegj-
andi fram hjá bendingum hans um þetta efni og segja, að
frásagnir hans um framburðarmismun á hans dögum hljóti
að vera ímyndanir einar, af því að þær séu ekki í samræmi
við skoðanir fræðimanna um einstök atriði.
I. Almennar athuganir um málfar.
Helzta heimildin um málfar fslendinga almennt er ferða-
bókin. f kaflanum um hvert hérað lýsir Eggert þvi, einkum
frá sjónarmiði málhreinsunar. Hann telur málið vera hrein-
ast norðanlands, einkum í Mývatnssveit, en lélegast og mest
blandað erlendum orðum sunnanlands. Kennir hann það ill-
um áhrifum frá verzlunarstöðum erlendra kaupmanna — og
bendir á sama fyrirbæri kringum kaupstaðina á Austfjörð-
um, — áhrifum útlendra embættismanna og lagamálsins,
sem mjög var blandað tökuorðum og átti sér miðstöð á Al-
þingi, og loks áhrifum Skálholtsskóla (erlend orð). Mun
hreinna telur hann málið t. d. í Borgarfirði og Vopnafirði
en á Suðurlandi.
Hann segir, að austfirzkir kotbændur bregði stundum fyr-
ir sig svipuðu orðfæri („tale i den Stiil“) og sé á fomsög-
unum og verði fyrir það að athlægi meðal Sunnlendinga.
Þar séu og notuð forn skáldmálsorð í daglegu tali. Einnig
segir hann, að Skaftfellingar, einkum Álftveringar og Meðal-
lendingar, séu taldir hálfgerðir fávitringar („taabelige Folk“)
meðal sumra Rangæinga og Árnesinga vegna sinna sérkenni-
legu orða og talshátta, sem þeir haldi fast við.
Um Vestfirðinga getur hann þess sérstaklega — auk þess,
1) Sbr. Finnur Jónsson: Jón Arasons religiöse Digte, 11.—12. bls.