Skírnir - 01.01.1951, Síða 169
Skímir
Þáttur um málfræðistörf Eggerts Ölafssonar
161
dauður og hljóðin fallin saman við i og í. Hann segir um
það meðal annars:
„Leifar þeirrar réttu pronunciatiu finnast enn hjá almúg-
anum í þessum orðum: dur — dyr (fores), diurd — dýrd,
að flutia — flytia, glumur — glymur, kiurr — kyrr, kiurka
— kyrkia, lucklar — lyklar, lugare — lygari, navdsun —
nsvdsyn, skulldugur — skylldugur, að smuria — smyria, eg
spur — spyr, tugur — tygur, uckur — yckur, udur — ydur,
ufur um — yfer um, etc.“ (59, 86. bls.).
Um sum þessara orða er ekki kunnugt, að kringdi fram-
burðurinn haldist enn (þ. e. y>u): dyr, dýrð, flytja, glym-
ur, kyrkja, lyklar, lygari, nauðsyn, yður.
IV. „ _ ö.
Meðal bögumæla, sem Eggert leiðréttir, eru „alla gutuu
fyrir „alla gautu“ (þ. e. götu; 60, 166. bls.), „hukull fyrir
ha\kull“ (2003, 219. bls.), og sem enn frekari dæmi þess-
arar „samblöndunar" u og ö, au nefnir hann t. d. „bavgur
—bugur, glavrnur — glumur, ravrnur — rumur, ...........ustan
eður vstan fyrir avstan“, — en hér raglar hann saman hljóð-
skipti og óskyldum yngri breytingum. Ekki hafa fundizt eldri
dæmi um flámæli en frá 19. öld, nema gutu — götu hér að
ofan sé þess kyns; gæti þó verið hljóðrýrnun vegna áherzlu-
leysis. Þó má vera, að eftirfarandi ummæli hans bendi til
flámælis:
„Þar að auki kemur það samrugl fram í ótal stöðum nafna
og orða hneiginga, þar raddarstafurinn a breytist, .... so
sem í töfradur, dat. pl. tavfraudum, töfrödum, töfrudum;
þeir giördo og giördu, — það er af giördan komið, — eg
unnte, ainte, annte af eg ann“, — og: „hvarium — hvurium,
fiavll — fiull.“ (2003, 219. bls.)1)
Sömu dæmi og svipuð tekur Eggert í ágripinu til Bjarna
Pálssonar. Þar segir hann m. a.:
1) Svipuð eru ummæli hans í kaflanum um au: „au blandast drjúg-
um við u í framburði bæði að fornu og nýju, so sem til dæmis: fiaull,
fiull af fiall, eg aunte, obsol. eg unte af eg ann, vér þaurfum og þurf-
um af eg þarf etc.“ (2003, 51. bls.).
11