Skírnir - 01.01.1951, Qupperneq 170
162
Ámi Böðvarsson
Skímir
„Nú skal au framflytjast að alþýðumáli sem au eður held-
ur eftir hinum fyrri mönnum so sem au. Það verður nálægt
u, hvörs vegna au oftlega skiptist um við u tenue, eins í
góðum exemplaribus auctorum norrænunnar, so sem í fiaull
— fiull (n. pl. af fiall); haukull — hukull (hakull)1);
heilaug — heilug (plur. adj. neutr. heilagur)“ (59, 17.—
18. bls.)
Þrátt fyrir þessi ummæli Eggerts verður ekki fullyrt, að
hér sé um sama fyrirbærið að ræða og venjulega er nú
kallað flámæli. Orð hans eru of óljós til þess.
V. ö — e.
1 kaflanum um 0 (í þættinum um o) getur Eggert um
rugling hljóðanna ö og e2) og segir m. a.:
„Þar næst má 0 setja í flestum þeim [þ. e. orðum], er
alþýðan annað slagið framflytur sem e, so sem eru fiör —
fier, kiör — kier, hnör — hner, hvör — hver, hrör — hrer,
giöf — gief, kiöt — kiet, miöl — miel, tötur — tetur etc.“
(2003, 175. bls.)
Um hljóðasambandið ör segir Eggert m. a.:
„Þær sagnir erende, eg kiere (kys), þeir neru, reru, sneru
kunna eftir dæmunum [þ. e. rithætti fornra skinnbóka] að
bókstafast með ey, nær vér ei tölum so sem eyrende, eg
keyre, þeir neyru, reyru, sneyru, því að þær framberast
ogso þar með rituðust orende, eg kiare, þeir noru, roru, snaru.
Nú framflytja íslenzkir almennt eg kiare og norður í Eyja-
firði þeir raru.“ (2003, 103.—105. bls.)
Svipuð eru ummæh hans í ágripinu til Bjama Pálssonar:
„Þau orð, sem fommenn annað slagið hafa ritað með 0
og vér tölum nú sem ei, þau taka heldur til sín y en i, til
1) Á öðrum stað segir Eggert um þetta orð, að „haukull“ sé bögu-
mæli fyrir „hukull (dat. hukle)“. (2003, 305. bls.).
2) Samruni foms 0 (og g) og e var töluvert algengur í miðmál-
inu. T. d. ríma Hallgrímur Pétursson og Stefán Úlafsson oft mjög: je,
og enn haldast orðmyndirnar fjegur, fjerutíu, VíSiker fyrir fjögur, fjöru-
tíu, Víðikjörr. (Björn K. Þórólfsson: Um ísl. orðmyndir, XIX. bls.)