Skírnir - 01.01.1951, Side 171
Sldmir Þáttur um málfræðistörf Eggerts Ólafssonar 163
dæmis eyrende (erende), eg keyre (kiare eður hws), þeir
reyru (reru), sneyru — sn0ru.“ (59, 36. bls.)
VI. au — ey.
Það er alkunna, að allt frá upphafi ritaldar og fram um
daga Eggerts var alger ruglingur á táknun hljóðanna au
og ö í flestum ritum. Enginn efi er þó á því, að þessi hljóð
hafa alla tíð haldizt aðgreind í málinu. Af ýmsum ástæðum,
sem hér verða ekki raktar, er líklegt, að au hafi fengið nú-
verandi hljóðgildi sitt — [öy] — fljótt, eftir að fomt g
rann saman við 0, en það hefur gerzt ekki síðar en á önd-
verðri 13. öld.1)
Af ummælum Jóns Magnússonar frá Kvennabrekku í mál-
fræði hans, Grammatica Islandica, sést, að mönnum hefur
fyrir daga Eggerts verið ljós framburðurinn [öy] á au,2)
og má því vera, að hann hafi þekkingu sína á tvíhljóðinu
úr ritum, enda segir hann á einum stað, að nýjungasmið-
irnir vilji rita oi eða oi í staðinn fyrir au til að rita sem
næst framburði. (2003, 177. bls.)
Líklegt er, að framburður ey hafi í fornmálinu verið svip-
aður au nú, að minnsta kosti hvað snertir síðari lið tví-
hljóðsins, en þegar au fékk breytt hljóðgildi, hefur mál-
kenndin orðið að hörfa með ey undan til að forða því, að
hljóðin rynnu saman, og sjálfsagt hefur þetta með öðm
stuðlað að algerri afkringingu ey. Á hinn bóginn er ekki efi
á því, að fornu tvíhljóðin au3) og ey hafa getað mnnið
saman í ákveðnum tilfellum, og sá samruni hefur haldizt
1) Um þetta efni má benda á ritgerð Finns Jónssonar í Arkiv, 35
(Overgangen g —0(0) i islandsk).
2) „Dipthongus au pronunciatur ut öy in voce Danica höyde“ (Lbs.
446, 4to, 5. bls.).
3) Hér er rétt að benda mönnum á, að forni framburðurinn á au
hefur ómögulega getað verið [au] eins og á á nú, — þótt sú skoðun
hafi komið alveg nýlega fram í málfræðiriti —, heldur hefur hann verið
svipaður því, að tákna bæri hann qu eftir fornri stafsetningu, enda er
au oft táknað ou í handritum. Ef framburðurinn hefði verið [au], hefði
nýja hljóðið ekki getað orðið [öy]. — Sbr. annars Björn K. Þórólfsson:
Um ísl. orðm., XX. bls.