Skírnir - 01.01.1951, Page 172
164
Árni Böðvarsson
Skírnir
fram á þennan dag a. m. k. í boðhættinum haurSu í stað
heyrSu (alg. sunnanlands).
Á dögum Eggerts hefur þessi samruni gamals au og ey
verið til í Borgarfirði í einu orði að minnsta kosti. Hann
segir um þetta:
„Um líkan framburð ay og ey í samskyldum og sömu orð-
um er vegna upprunarakningar (analyscos) vert að vita,
ex. gr.: Fommenn skrifuðu Raykur og Rscvkur, en síðan
Reykur, eins hravkur og þaðan hreykia, hvört orð þeir og
töluðu hravkia og tala enn fáir gamlir menn, eins og í Borg-
arfirði segja þeir öldruðu Ravkiahollt, og svo finnst það staf-
að í gömlum máldaga kirkjunnar, sem þar er.“ (2003, 57. bls.)
Og í ágripinu til Bjama Pálssonar segir Eggert um þetta
atriði meðal annars:
„Item skipti fyrndin oft um av og ey, og þar af leifir,
að gamalmennið segir í dag í Borgarfirði suður Ravkiolt,
forðum Ravkiaholt í staðinn fyri Reyk-holt, sem nú talar
þorri fólksins og allur ungdómurinn.“ (59, 20. bls.)
En um sjálfan framburð tvíhljóðsins segir hann m. a.:
„av skal skrifa þar alls staðar, hvar vér nú fram berum
ei eður oy, svo sem í þeim sögnum avdur, savr, eg kavpe,
ravsa og s. fv., og skal av eða au réttilega framflytja sem
oý.“ Segir Eggert, að stafur þessi sé gamall og góður og illa
farið, að hann hafi týnzt aftur úr prentverkinu á Islandi, er
Þórður biskup hefði sett hann í. Bugli menn síðan saman
0 og p og riti bæði hljóðin með 0, en riti au þar, sem ætti
að vera av. (2003, 39.—41. bls.)
Enn segir hann: „av skal alls staðar rita, hvar vér nú töl-
um 0Í, en sá rétti framburður er oy ellegar eftir fornmanna
pronuntiátiu með nokkuð opnara munni nálægt aý.“ (59,
15. bls.)
Á öðrum stað hefur stafsetningin þó ruglað Eggert í hljóð-
fræðinni, —■ hvað og stundum verður nútímamönnum, —
sbr. upphaf seinustu tilvitnunarinnar um u — ö hér að
framan.